Pages

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Úkandía

Í gær þegar ég var í rólegheitum að mála rósettur á stofugólfinu hringdi dyrabjallan. Ég stökk upp vonandi að þarna væru gestir á ferð komnir til að heimsækja mig en í staðin stóðu fyrir utan tvö köld ungmenni. Þeim var ískalt og hormónarnir neistuðu úr annarsvegum svartmáluðum augum stelpunnar og bólugröfnu andliti stráksins.

Þau voru að safna peningum fyrir börn í Úkandíu.
- ha! sagði ég og var ekki alveg að átta mig á staðsetningu landsins
- Já sagði stelpan, við erum að safna svo að þau geti fengið hreint vat, vatnið sem þau fá er geðveikt skítugt, bara algjör drulla og þau fá ekki hreint vatn (sagt með mazza unglingahreim).
- Ó já en hvað sagðiru að landið heiti? Spurði ég til að reyna að átta mig á landafræði kunnáttuleysi mínu
- Æi bíddu aðeins. ...hún náði í símann og pikkaði inn á örskömmum tíma, æi meinti Úganda.
- Ó já, bíddu aðeins sagði ég og naði einhvern smá pening og afsakaði hvað hann væri lítill.

Þau voru voðalega glöð og þökkuð kærlega fyrir, sannfærðu mig um að hver króna skiptir máli og hlupu út í kvöldið.

Þar hafi þið það í Úkandíu er massa skítugt vatn!

Engin ummæli: