
Mér finnst ég mega gömul og hélt að dagurinn yrði frekar ömurlegur. En þegar maður á góða að þá gerast ótrúlegustu hlutir. Til dæmis var minn heitt elskaði voða kjút í morgun og bjó til gómsætan morgunmat handa gamlingjanum og í hádeginu sáu svo bestu vinkonur í heimi til þess að dagurinn yrði góður. Takk snúllur fyrir að láta ekki félagsfælnina ráða algjörlega ríkjum. Spáin fyrir kvöldið er svo eintóm notalegheit í mömmu-mat.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli