mánudagur, október 22, 2012
sá eineygði
laugardagur, október 20, 2012
Geimveruhúfa
Ég er að vinna mig í gegnum smá skemmtilegt verkefni sem ég get vonandi montað mig af síðar. Hérna er ein sæt húfa hekluð úr léttlopa. Hún er svolítið eins og krakkar eru. Stundum glaður og svo lítur maður í hina áttina og þá er allt farið í "wholl" Geimveruhúfan er líka hlý og svo er hægt að naga trékúlurnar þegar tennurnar eru að pirra góminn.
mánudagur, október 01, 2012
Hr. Hrólfur
Hæ hæ, má ég kynna fyrir ykkur Hr. Hrólf? Hann þekkir Frk. Vélmenni. Það er samt ekki hægt að segja að þau séu vinir, þau eru meira svona kunningjar. Hr. Hrólfur er frábær dansari og Frk. Vélmenni fílar það vel. Það er samt eitthvað við Hr. Hrólf sem Frk Vélmenni veit ekki hvernig á að bregaðst við. Kannski er það vegna þess að hann er svolítið nörd, eða það segja vinkonur Frk. Vélmennis allavega. Hann notar gleraugu, en samt bara heima þegar hann er einn eða þegar hann er í kringum fólk sem hann þekkir mjög vel. En hann dansar eins og vindurinn og hver fellur ekki fyrir því?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)