Pages

föstudagur, júní 08, 2012

Fíllinn Oddur

Það er eitthvað að gerast hérna í Vesturbænum. Heklunálin er farin að hreyfast meira og meira á kvöldin og lítil tuskudýr verða til. Þetta litla krútt varð til um daginn. Hef verið með fílinn "í maganum"  síðan ég prjónaði þennan hér um árið.

 Þetta er hann Oddur, hann er ótrúlega feiminn en mjög hæfileikaríkur. Hann á sér draum að verða virtur listamaður en kemst einhvernveginn ekki úr því hlutverki að vera bleiki fíllinn í herberginu. Hann er jú bleikur stráka fíll.
Einu sinni var honum strítt fyrir að vera með stór eyru, en nú er hann mjög feginn að geta falið sig á bak við þau.
Hann veit samt fátt skemmtilegra en að leika sér og dansa og taka guðdómlega fallegar ljósmyndir.

2 ummæli:

Elín sagði...

Ég verð að fara að koma mér í fígúru gírinn. Vonandi öðlast ég þolinmæði einn daginn til að klára eitt stykki :P

Marín sagði...

Já Elín, það er ótrúlega skemmtilegt að hekla fígúrur. En nú er Oddur bleiki fíllinn týndur :( sakna hans sárt!