Pages

miðvikudagur, febrúar 29, 2012

Mottu mars

Mottu mars er runnin upp. Það eru vissulega skiptar skoðanir um hvort mottur séu töff eða ekki. Að mínu mati er fátt meira töff en yfirvarskegg, just love it!

Vinkona mín aftur á móti vill meina að mars sé valinn sérstaklega fyrir motturnar til þess að reyna að koma í veg fyrir að börn fæðist í desember. Ekki svo vitlaust það !

Þar sem strákarnir mínir eru enn of ungir til að safna skeggi þjá hjálpaði ég ögn til.

Ekki segja mér að þetta sé ekki kjút :)

mánudagur, febrúar 27, 2012

Smekkfullur smekkur eða Smekklegur smekkur?

Það er svo margt í gangi hjá mér núna. Síðan ég skrifaði síðasta póst hef ég selt íbúðina mína, keypt mér nýja. Heklað gífurlegt magn af hlutum. Hitt gott fólk (aðalega mömmur) sem eru heima með börnin sín eins og ég. Og svo hef ég þurft að kveðja gott fólk, blessuð sé minning þeirra.

Í dag ætla ég að deila með ykkur smekk sem ég gerði um daginn. Var með afganga í töskunni og áður en ég vissi af var ég komin með nóg í smekk. Litaröðunin var allt önnur en ég ætlaði mér og í raun var smekkurinn miklu sætari í huganum en í raun. En hann dugar samt :)

Litli slefeníus á að geta brúkað hann vel og sparað mér kannski eitt átfitt í þvotti þann daginn.

finnst ykkur ekki dúllurnar þurfa að vera örlítið litaglaðari? Maður á ekki að vera að pæla í lausum endum og frágangi þegar maður er að hekla og prjóna ekki satt?

föstudagur, febrúar 03, 2012

Kolkrabbinn

Högni hefur mikið um það að segja hvað dýr verður næst á heklunálinni. Um daginn var það kolkrabbi sem hann "varð að fá" og auðvita varð ég við því. Ég meina hann "varð að fá" hann.

Ég held að þetta sé hún Hanna, hún er sposk strákastelpa, sem finnst fátt betra en að fræðast um risaeðlur og leika sér með sverð. Henni finnst appelsínugulur flottur litur og getur borðað ís í tonnatali.

Henni finnst líka gott að chilla í góðra vina hóp en best er þó þegar Högni knúsar hana í svefn.

Ef ég væri orðin lítil fluga

...er ekki að fara að vora? Mig dreymir um að slást við randaflugur á stærð við fugla og bölva þeim þegar þær smygla sér hingað inn.

En þar sem það er langt í sumarið og heita sólargeisla ákvað ég að hekla mér randaflugu, svo alltaf þegar ég fæ löngun til að fæla þær út, get ég gert það :)


Þessi fluga á rætur sínar að rekja til framhalsskóla áranna, þegar óendanlegar flugur og fiðrildi voru teiknaðar í glósubókina. Þær litu nokkurnvegin svona út.

Ef þú hefur áhuga á að prófa að hekla þér vorflugu þá láttu mig bara vita :)