Pages

föstudagur, febrúar 03, 2012

Kolkrabbinn

Högni hefur mikið um það að segja hvað dýr verður næst á heklunálinni. Um daginn var það kolkrabbi sem hann "varð að fá" og auðvita varð ég við því. Ég meina hann "varð að fá" hann.

Ég held að þetta sé hún Hanna, hún er sposk strákastelpa, sem finnst fátt betra en að fræðast um risaeðlur og leika sér með sverð. Henni finnst appelsínugulur flottur litur og getur borðað ís í tonnatali.

Henni finnst líka gott að chilla í góðra vina hóp en best er þó þegar Högni knúsar hana í svefn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fallegt og frumlegt!

E.

Nafnlaus sagði...

Hey, hvernig væri að hekla Sæhest! Þeir eru eitthvað svo gasalega krúttlegir :)

kv. E.