Pages

mánudagur, febrúar 27, 2012

Smekkfullur smekkur eða Smekklegur smekkur?

Það er svo margt í gangi hjá mér núna. Síðan ég skrifaði síðasta póst hef ég selt íbúðina mína, keypt mér nýja. Heklað gífurlegt magn af hlutum. Hitt gott fólk (aðalega mömmur) sem eru heima með börnin sín eins og ég. Og svo hef ég þurft að kveðja gott fólk, blessuð sé minning þeirra.

Í dag ætla ég að deila með ykkur smekk sem ég gerði um daginn. Var með afganga í töskunni og áður en ég vissi af var ég komin með nóg í smekk. Litaröðunin var allt önnur en ég ætlaði mér og í raun var smekkurinn miklu sætari í huganum en í raun. En hann dugar samt :)

Litli slefeníus á að geta brúkað hann vel og sparað mér kannski eitt átfitt í þvotti þann daginn.

finnst ykkur ekki dúllurnar þurfa að vera örlítið litaglaðari? Maður á ekki að vera að pæla í lausum endum og frágangi þegar maður er að hekla og prjóna ekki satt?

1 ummæli:

Kristín Hrund sagði...

Voða krúttlegur þessi... litaglaður og skemmtilegur. Maður á náttúrulega ekki að vera að pæla í endum og frágangi þegar maður prjónar... en mér finnst svo leiðinlegt að ganga frá endum að ég forðast sjálfkrafa að nota of marga liti...