Ég gat ekki gert upp á milli hvort ég ætti að nota túrkísbláa eða fagur græna litinn svo ég notaði þá bara báða. Er voða sátt með útkomuna.
Högni var voða hrifinn af kanínunni "sinni". Það þurfti smá sannfæringu að þessi kanína væri fyrir litla barnið, hann ætti aðra og hún væri blá. Kanínan hans var grafin upp úr dótakassanum og hann hefur ekki sleppt henni síðan, sofnar með hana og vill hafa hana hjá sér. Já nú nálgast dagurinn þar sem samkeppnin um athyglina byrjar...
3 ummæli:
Flottir litir á krúttaralegri kanínu :)
Gangi þér vel með erfingja nr.2!
kv
Sigurlaug
Sæt kanína, eins og allt sem þú gerir.
mamma
Takk takk :)
Skrifa ummæli