Pages

mánudagur, október 03, 2011

Heklað fyrir litla snúð

Munið eftir þessum pósti hér og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera úr nýja bómullargarninu sem ég hafði keypt í Sösterne Grene.

Ég ákvað að skella í einn bangsa handa verðandi erfingja no. 2 (þegar Högni var ófæddur átti hann ofur mörg falleg gælunöfn, en þetta grey sem er áætlað í heiminn í dag hefur ekki fengið neitt nafn, týpískt barn no.2?).

Ég gat ekki gert upp á milli hvort ég ætti að nota túrkísbláa eða fagur græna litinn svo ég notaði þá bara báða. Er voða sátt með útkomuna.


Högni var voða hrifinn af kanínunni "sinni". Það þurfti smá sannfæringu að þessi kanína væri fyrir litla barnið, hann ætti aðra og hún væri blá. Kanínan hans var grafin upp úr dótakassanum og hann hefur ekki sleppt henni síðan, sofnar með hana og vill hafa hana hjá sér. Já nú nálgast dagurinn þar sem samkeppnin um athyglina byrjar...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottir litir á krúttaralegri kanínu :)
Gangi þér vel með erfingja nr.2!

kv
Sigurlaug

Nafnlaus sagði...

Sæt kanína, eins og allt sem þú gerir.
mamma

Marín sagði...

Takk takk :)