þriðjudagur, september 27, 2011
Gjöf
Högni fór um daginn í pössun til Ömmu Steinu. Það er alltaf þvílík hamingja að fá að vera hjá henni enda er hann eins og kóngur í ríki sínu hjá henni. Hann fær að enduraða blómunum þannig að þau verða að skóg þar sem úlfar og önnur rándýr búa. Hann fær bolta ís í stórum stíl og almenn gleði.
Þegar við komum og sóttum hann daginn eftir beið okkar þessi fallegi blómvöndur sem hann hafði tínt handa okkur. Hafi þið séð fallegri blóm?
sunnudagur, september 18, 2011
Hin mörgu andlit Högna
Högni vildi endilega prjóna fyrir "litlabarnið" og fékk þá eins og svo oft áður prjóna og smá garnspotta til að "hræra í", þetta er mikið sport og þolinmæðin endist í ca. 5 sec. eða svo.
Á meðann hann var að "prjóna" sagðist hann þurfa að "fá skegg, eins og pabbi" sem er svolítið fyndið því að pabbi hans er eins og Njáll á Bergþórshvoli, honum varla vex skegg. En hvernig er hægt að bregðast svona fallegri bón? Svo gamla gæran frá mömmu var tekin fram, stutt teygja og skæri og Högni fékk skegg, eins og tröll (já áherslurnar breytast hratt þegar maður er tveggja og hálfs).

Hin mörgu andlit Högna, gjörið svo vel...




Á meðann hann var að "prjóna" sagðist hann þurfa að "fá skegg, eins og pabbi" sem er svolítið fyndið því að pabbi hans er eins og Njáll á Bergþórshvoli, honum varla vex skegg. En hvernig er hægt að bregðast svona fallegri bón? Svo gamla gæran frá mömmu var tekin fram, stutt teygja og skæri og Högni fékk skegg, eins og tröll (já áherslurnar breytast hratt þegar maður er tveggja og hálfs).
laugardagur, september 10, 2011
Berjamó
Við Högni skruppum í berjamó um daginn og plötuðum góða vini með okkur. Aðal sportið hjá strákunum var þó að borða nestið úti. Skil þá vel.
En þeir voru samt mjög duglegir við að tína. Og eins og sést er mjög mikilvægt að hafa páfagauk með sér í berjamó og sleppa ekki af honum hendinni.
Mamma hvalur eða mamma kengúra eins og Högni kallar mig þessa dagana hlammaði sér við eitt lyngið og sat þar bróðurpartinn úr ferðinni.

Ég lét svo Högna um að hlaupa til og frá og ná í hitt og þetta. Mjög gaman og svo var hann ótrúlega duglegur að tína.
Fallega Anna og fallegi Andri komu með okkur. Það má samt alveg fylgja með sögunni að það voru gæði berjanna sem skipti máli en ekki magnið.

Nú er bara að safta... ...eða lita garn sem er líka mjög freistandi!
fimmtudagur, september 08, 2011
Lappað upp á ömmustól

Stóllinn er vel merktur um að "þetta" og "hitt" megi ekki og að fyrirtækið er ekki ábyrgt ef "þetta" og "hitt" gerist. **Jakk**
Svo var áklæðið líka farið að láta ásjá. Vel notað enda stóllinn fínn í raun og veru.
Verð að viðurkenna að það tók aðeins lengri tíma að finna smellurnar fyrir stólinn. Langaði mikið að hafa þær í skemmtilegum lit en fann bara svartar og hvítar smellur. Þessar fann ég loks í Föndru sem og bleik/burgundy borðann.
Ákvað að skella honum inn á Innlit útlit síðuna á Facebook, endilega like-ið ;-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)