Ég var líka með fjölmargar kryddjurtir í eldhúsglugganum sem ofþornuðu þegar ég skrapp í þriggja vikna vinnuferð í vetur og lét þær í umsjón húsbóndans. Þetta sumarið var ég ekki jafn myndaleg. En ég fékk gefist nokkrar tómatplöntur og þær hafa heldur betur gefið af sér.
Ég var einhvernvegin alveg viss á því að tómatarnir yrðu bragðmeiri svona heimaræktaðir, en sú var ekki raunin. Þeir voru mjög mildir og ljúfir.
Meira að segja einkasonurinn át smá tómat, en vanalega segir stingur hann tómat upp í sig og eftir smá stund heyrist "Oj bara" og tómaturinn kemur á express hraða út og oftast í hendina mína. Það er jú betra að spýta í lofa, ekki satt?