...er það hægt?
já greinilega. Sá þetta fyrst fyrir þó nokkuð löngu á blogginu
prjónastelpan, en þar
sýnir prjónastelpan hversu auðvelt það er að hekla fyrst kanntinn eftir kúnstarinnar reglum og svo bara klippa, allt gert án þess að nota saumavél.

Síðan þá hef látið hina og þessa vita af þessu. Hef samt ekki sjálf prófað það, en mér skilst að þetta sé ekkert mál. Aftur á móti held ég að þetta sé ekki jafn auðvelt með annað garn en Lopann. Lopinn er svo magnaður.
1 ummæli:
Hljómar spennandi.
Skrifa ummæli