Pages

laugardagur, júlí 09, 2011

Opin lopapeysa án þess að nota saumavél

...er það hægt?

já greinilega. Sá þetta fyrst fyrir þó nokkuð löngu á blogginu prjónastelpan, en þar sýnir prjónastelpan hversu auðvelt það er að hekla fyrst kanntinn eftir kúnstarinnar reglum og svo bara klippa, allt gert án þess að nota saumavél.
Síðan þá hef látið hina og þessa vita af þessu. Hef samt ekki sjálf prófað það, en mér skilst að þetta sé ekkert mál. Aftur á móti held ég að þetta sé ekki jafn auðvelt með annað garn en Lopann. Lopinn er svo magnaður.

1 ummæli:

Anna Lú sagði...

Hljómar spennandi.