Pages

mánudagur, febrúar 10, 2014

Garnbana átakið mikla og verkefni tengd því

Ég er að taka þátt í garnbana átaki Hnoðra og hnykla á Facebook sem er ótrúlega þarft átak. Allavega þarft fyrir garn-junkies eins og mig. Reglan er sú að nota það garn sem nú þegar er til á heimilinu og ekki kaupa nýtt. Ég "neyðist" til að saxa á ótrúlegt magn af garni sem ég á. Mjög gott... og skapar pláss fyrir nýtt garn.. ho ho ho.

Eitt af því sem ég hef gert er þessi trefill hér, heklaður úr færeysku garni sem ég verslaði sumarið 2010 en hafði ekki verkefni fyrir það þá. Það er svolítið gróft og ég var nokkuð efins á mðan ég var að vinna úr því, eftir ég var búin að þvo garnið varð það dúnmjúkt og gott að hafa um hálsinn. Svo ég varð sáttari. 

Markmiðið var að koma því í Sýrlandssöfnunina en ég var of sein, ekki að hekla það heldur að drífa mig með það á staðinn, bjáninn ég. Ætla samt með það því að Rauði krossinn er alltaf að safna handunni vöru og senda til Hvíta Rúslands. Það fer allavega þangað sem þess er þörf, það er nokkuð víst.   







Engin ummæli: