Pages

miðvikudagur, febrúar 06, 2013

Búninga-strákurinn minn

Það styttist í Öskudaginn. Það er fátt sem Högna finnst skemmtilegra en að klæða sig upp í búninga og vera hinar og þessar furðuverur. Og það sem betra er hann er voða ánægður þegar ég sauma á hann búninga. Um jólin gerði ég þennan jólasveinabúning. Hann var níðþröngur en guttinn var samt mjög sáttur með sig í honum. Breyttist í Þvörusleiki, Hurðaskelli og Gáttaþef alltaf strax eftir leikskóla.

Nú er spurning hversu vel tekst til á Öskudaginn. Þrumuguðinn Þór skal það vera. 
2 ummæli:

Elín sagði...

Æj hvað hann er mikið krútt :)

Marín sagði...

:) Takk Elín