Pages

þriðjudagur, febrúar 12, 2013

korter í Öskudag

Jæja þá er Öskudagurinn kominn aftur og allt sem honum fylgir. Ég hef alveg svakalega gaman af því að pæla í grímubúningum og þó svo að Högni sé mikill hlutverka kall og alltaf í búningum þá er hann sjaldnast ánægður með búningana sína á Öskudag (þe þessa tvo sem hann hefur haft vit á). 

Í fyrra vildi hann vera kónguló og ég bjó til búning. Það var samt sem áður grátið þann dag og ekki séns að taka mynd af honum. Síðan þá hefur hann notað búningin heilan helling og í sumar tók ég þessa óskýru mynd af honum í hluta af búningnum. 

Á öskudaginn var hann í leggings og einlitum bol. Ég saumaði svo hettu með fálmurum á og nokkurskonar bakpoka þar sem fæturnir voru festir á. Fæturnir eru svo nælonsokkabuxur fylltar með troði. Efstu hafa lykkju til að stinga höndunum í gegn og svo eru þær tengdar saman með borða. Hans fætur eru svo fætur no. 7og8. Einfallt og mun sætara en Spiderman


Í ár var það Þrumuguðinn Þór sem varð fyrir valinu. Svo ég fór og saumaði eftir nákvæmri lýsingu og ófáum myndum, gulan bol, auk þess bæti ég við gæru skikju og einhverjum smáatriðum við. Ég ákvað að vera tímanlega svo að hann mundi venjast búningnum, en nei á sunnudagskvöld "varð" hann að hafa hringa brynju, en ekki gulan bol.

Ég gat ekki annað en orðið við því og prjónaði eina slíka sem ég kláraði í gærkveldi. Í dag sagði hann mér að hún yrði að vera síðerma. Þá ákvað ég að vera mamma og segja "nú er nóg komið ekki meira bull".

Það verður spennandi að sjá hvort ég nái að fá hann í  búning á morgun. ...og enn meira spennandi að vita hvort ég nái af honum mynd.

Sjáum til!

Engin ummæli: