Pages

sunnudagur, janúar 20, 2013

allt í öllu

Þessa dagana er ég svolítið allt í öllu og fæ þá eins og svo margir hið marg þekkta samviskubit. Sem er alveg óþolandi. Þegar ég hef nóg að gera þá finnst mér ég ekki gera allt nógu vel, eða eins vel og mig langar til að gera. Vinnan mín getur verið svolítið óútreiknanleg og þessa dagana er hún á fullu í því að koma mér á óvart. Kannski ætti ég bara að njóta þess á meðan það varir, en það getur verið svolítið pirrandi svona þegar maður er að skipuleggja annað.

Svo er það bókin mín, þar eru næg verkefni en mig langar bara að byrja á nýjum verkefnum ekki grúska svona mikið í gömlum (ekki beint sniðugt). En það styttist sennilega í að þetta klárist svo ég ætti ekki að örvænta. Ég er með kvíðahnút og tilhlökkunar hnút yfir henni. Jii þetta er svo spennandi og líka "scary". Hvað ef  það er villa í annarri hverri uppskrift. Eða verra í hverri!!! úffff ekki hugsa svona stelpa.

Þá er það heimilið... ohhh hvað ég vildi að ég ætti sjálf skúrandi gólf, snyrtileg börn og afþurkunarklút sem ynni sjálfstætt... ohhh já!  ...vaknaður kerling!!!

Já en þá er komið að því, ég er ekki nægilega dugleg að setja eitt og annað hingað inn. Ég er sem betur fer ekki með samviskubit yfir því en samt, vildi óska að ég gæti verið öflugari.



... en hér er uglan. Það hefur ekki farið fram hjá neinum föndrara, heklara eða prjónara að uglur eru það heitasta í bransanum og það er útlit fyrir að hún sé ekkert að fara að detta úr tísku. Hérna er ein útgáfan mín. Hef nokkrar aðrar í huga en þær hafa ekki enn litið dagsins ljós. Vonandi eignast ugla litla frænku fljótlega!


2 ummæli:

Elín sagði...

Tell me about it! Það er nákvæmlega svona sem mér líður þessa dagana. Með krónískt samviskubit yfir flest öllu. Mér er sagt að þetta fylgi því að vera foreldri :)

Ég reyni bara að anda inn og anda út og minni mig á að heimurinn er ekki að farast þó heimilið sé aðeins í drasli örlítið lengur :)

Btw er byrjuð á Kolkrabbanum!

mAs sagði...

Gaman að kýkja við hjá þér, það er eithvað svipað sem mér líður þessa daganna. Falleg uglan þín :)
Kveðja mAs