Pages

föstudagur, janúar 04, 2013

Jól

Jólin eru ekkert smá góður tími, en það er líka ágætt að hugsa til þess að á sunnudaginn er þrettándinn og þá er þetta allt búið. Hálf ljúft að þurfa ekki að borða yfir sig, vera heima á náttfötum allan daginn og þurfa að hugsa bara um sig og sína. Sem er samt líka svo ljúft!

Á aðventunni fannst mér eitthvað svo rómantískt að sauma jólafötin á strákana. Var lengi ekki að drífa mig í þessu, en þá skarst mamma í leikinn. Ég var búin að finna á netinu voða sæta mynd af strák í vesti og ætlaði að gera svoleiðis vesti, buxur og derhúfu. En ég var ekki með neitt snið. Þar kom mamma sterk inn, hún fór í búðir og fann snið og hjálpaði mér svo að sníða stór-köflótta efnið sem ég hafði keypt. Þó svo að ég geti engan vegin farið 100% eftir sniðinu þá gat ekki ekki gert þetta án mömmu.

Strákarnir voru rosalega krúttaralegir í nýju jólafötunum. Ég var nokkuð viss um að ég fenig þann eldri aldrei til að fara í fötin nema að hræða hann illilega um að jólakötturinn kæmi og æti öll þau börn sem ekki væru í nýjum heimasaumuðum fötum. Spurning hvort ég hafi komið mér í klandur og verði því næstu 20 árin að sauma á hann föt... well kannski ekki næstu 20, bara 10 ár. Sjáum  til!

Engin ummæli: