Pages

fimmtudagur, janúar 03, 2013

Ekkert á prjónunum?

Gleðilegt ár kæru lesendur :) Takk fyrir samfylgnina á liðnu ári. 
Markmiðið mitt á nýju ári er að koma út einni handavinnubók með vorinu. Eins ætla ég að vera dugleg að prófa nýja hluti í handavinnunni. Halda áfram að ögra sjálfum mér. Og kannski að vera örlítið duglegri að blogga hér? Hvur veit?

Ég hef verið með heklunálina á lofti upp á síðkastið, enda mun væntanleg bók vera öll hekluð. Ég verð að viðurkenna að mér hefur fundist ég vera að svíkja svolítið prjónana með öllu þessu hekli og ákvað því að prjóna í matartímunum í vinnunni. Góð leið til að borða minna, koma einhverju í verk og svíkja ekki prjónanna. 

Fyrir valinu var ein barnapeysa úr Róaleppabókinni góðu. Heimir naut góðs af. Ótrúlega skemmtilegt verkefni, sem tók allt, allt of langan tíma. 


En loks er hún búinn og Heimir hefur nú þegar notað hana heilan helling.

Engin ummæli: