Pages

sunnudagur, janúar 20, 2013

allt í öllu

Þessa dagana er ég svolítið allt í öllu og fæ þá eins og svo margir hið marg þekkta samviskubit. Sem er alveg óþolandi. Þegar ég hef nóg að gera þá finnst mér ég ekki gera allt nógu vel, eða eins vel og mig langar til að gera. Vinnan mín getur verið svolítið óútreiknanleg og þessa dagana er hún á fullu í því að koma mér á óvart. Kannski ætti ég bara að njóta þess á meðan það varir, en það getur verið svolítið pirrandi svona þegar maður er að skipuleggja annað.

Svo er það bókin mín, þar eru næg verkefni en mig langar bara að byrja á nýjum verkefnum ekki grúska svona mikið í gömlum (ekki beint sniðugt). En það styttist sennilega í að þetta klárist svo ég ætti ekki að örvænta. Ég er með kvíðahnút og tilhlökkunar hnút yfir henni. Jii þetta er svo spennandi og líka "scary". Hvað ef  það er villa í annarri hverri uppskrift. Eða verra í hverri!!! úffff ekki hugsa svona stelpa.

Þá er það heimilið... ohhh hvað ég vildi að ég ætti sjálf skúrandi gólf, snyrtileg börn og afþurkunarklút sem ynni sjálfstætt... ohhh já!  ...vaknaður kerling!!!

Já en þá er komið að því, ég er ekki nægilega dugleg að setja eitt og annað hingað inn. Ég er sem betur fer ekki með samviskubit yfir því en samt, vildi óska að ég gæti verið öflugari.



... en hér er uglan. Það hefur ekki farið fram hjá neinum föndrara, heklara eða prjónara að uglur eru það heitasta í bransanum og það er útlit fyrir að hún sé ekkert að fara að detta úr tísku. Hérna er ein útgáfan mín. Hef nokkrar aðrar í huga en þær hafa ekki enn litið dagsins ljós. Vonandi eignast ugla litla frænku fljótlega!


föstudagur, janúar 04, 2013

Jól

Jólin eru ekkert smá góður tími, en það er líka ágætt að hugsa til þess að á sunnudaginn er þrettándinn og þá er þetta allt búið. Hálf ljúft að þurfa ekki að borða yfir sig, vera heima á náttfötum allan daginn og þurfa að hugsa bara um sig og sína. Sem er samt líka svo ljúft!

Á aðventunni fannst mér eitthvað svo rómantískt að sauma jólafötin á strákana. Var lengi ekki að drífa mig í þessu, en þá skarst mamma í leikinn. Ég var búin að finna á netinu voða sæta mynd af strák í vesti og ætlaði að gera svoleiðis vesti, buxur og derhúfu. En ég var ekki með neitt snið. Þar kom mamma sterk inn, hún fór í búðir og fann snið og hjálpaði mér svo að sníða stór-köflótta efnið sem ég hafði keypt. Þó svo að ég geti engan vegin farið 100% eftir sniðinu þá gat ekki ekki gert þetta án mömmu.

Strákarnir voru rosalega krúttaralegir í nýju jólafötunum. Ég var nokkuð viss um að ég fenig þann eldri aldrei til að fara í fötin nema að hræða hann illilega um að jólakötturinn kæmi og æti öll þau börn sem ekki væru í nýjum heimasaumuðum fötum. Spurning hvort ég hafi komið mér í klandur og verði því næstu 20 árin að sauma á hann föt... well kannski ekki næstu 20, bara 10 ár. Sjáum  til!

fimmtudagur, janúar 03, 2013

Ekkert á prjónunum?

Gleðilegt ár kæru lesendur :) Takk fyrir samfylgnina á liðnu ári. 
Markmiðið mitt á nýju ári er að koma út einni handavinnubók með vorinu. Eins ætla ég að vera dugleg að prófa nýja hluti í handavinnunni. Halda áfram að ögra sjálfum mér. Og kannski að vera örlítið duglegri að blogga hér? Hvur veit?

Ég hef verið með heklunálina á lofti upp á síðkastið, enda mun væntanleg bók vera öll hekluð. Ég verð að viðurkenna að mér hefur fundist ég vera að svíkja svolítið prjónana með öllu þessu hekli og ákvað því að prjóna í matartímunum í vinnunni. Góð leið til að borða minna, koma einhverju í verk og svíkja ekki prjónanna. 

Fyrir valinu var ein barnapeysa úr Róaleppabókinni góðu. Heimir naut góðs af. Ótrúlega skemmtilegt verkefni, sem tók allt, allt of langan tíma. 


En loks er hún búinn og Heimir hefur nú þegar notað hana heilan helling.