Pages

fimmtudagur, mars 01, 2012

Geymskip* til að skoða Plútó, Satúrnus og hinar pláneturnar

Högni ákvað að taka upp á því að næla sér í hita í vikunni. Á degi tvö var hann alveg staðráðinn í því að hann varð, bara varð, að eignast geymskip. Ég átti helst að draga fullkomið hvítt geymskip með rauðum punktum (hans lýsing) upp úr skúffunni svona einn tveir og þrír. En það varð ekki.

Í staðinn fundum við lélegann kassa (sem nóg er af hérna í flutningunum) og föndruðum okkar geymskip sjálf. Það varð að vísu ekki hvítt né með rauðum punktum. En flott er það! Og Högni vildi helst sofa með það upp í rúmi hjá sér. Gat sem betur fer talað hann af því...

Ágætt að hafa verkefni fyrir stubbinn í veikindunum. Það voru teknir nokkrir lúrar á meðan málningi var að þorna
Svo voru menn svolítið montnir með sig þegar verkinu lauk. Enda ekki margir sem smíða geymskip á einum degi og það líka veikir!

Whalla!!! Plúto, Satúnus og Úranus, hér komum við með viðkomu hjá Sólinni!

*viðbætur: Hvort ætli sé hentugra að kenna svefnleysi um eða mjólkurþoku?!? Geimskip er búið til úr áli, plasti og lakki, Geymskip aftur á móti pappa, límbandi og akríl-litum...

1 ummæli:

Elín sagði...

Algert krútt litli maður og flott geimskip hjá honum c",)