Pages

sunnudagur, mars 04, 2012

Húfutetur

Það er hálfgerð geðveiki hér í gangi. Lilli vaknar oftar og oftar á nóttinni og ég er að reyna að halda í litla barnið og er með hann enn bara á brjósti. Hann vill bara kúra uppí á nóttinnu og "hanga á barnum", í mínum huga er því svefn eitthvað sem maður setur ofan á brauð... eða þannig!

Svo standa flutningarnir yfir. Ég er búin að pakka hálfri búslóðinni í kassa sem standa eins og virki í borðstofunni og heimilið því ekki beint heimili. Eins vantar mig alltaf akkúrat það sem ég er nýbúin að pakka og oftast er það eitthvað sem ég hef ekki notað í mörg ár... klassískt.

Hef samt haft vit á því að pakka ekki garninu mínu, þótt handavinnubækurnar hafa allar farið niður í kassa. Föndraði þessa húfu um daginn og ég er svo skotin í henni. Svakalega einföld fastapinna húfa. Finnst Heimir vera eins og verðandi flugmaður með hana.

Eins og ég hef sagt áður þá er ég að leika mér að því að skrifa niður uppskriftirnar mínar þannig að ef einhver hefur áhuga á að prófa þær þá þætti mér vænt um að heyra í ykkur. Bara senda á mig línu marinthors@gmail.com. Á móti vil ég gjarnan fá allar ábendingar um það hvernig ég get betrumbætt uppskriftina. Þessa húfu á ég í stærðum 0-3 mánaða, 3-5 mánaða og 5-9 mánaða

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Má ég fá uppskriftina af flugmannshúfunni. Hún er æði.
Og Heimir auðvitað bjútífúl með hana.

AnnaLú

Nafnlaus sagði...

En falleg húfa og enn fallegri fyrirsetill :)

kv
Sigurlaug

Marín sagði...

þakka ykkur Sigurlaug og AnnaLú :)

og Anna hendi uppskriftinni inn og sendi á þig. Ætlaði nú samt að föndra eina hand Lúkasi en, kannski ég láti þig sjálfa um að hekla hana... og þannig hjálpa mér :) he he he

Elín sagði...

Ég væri alveg til í að prófa að hekla svona ef þú ert enn að leita eftir e-m til að hekla.
handodi.heklarinn@gmail.com

Nafnlaus sagði...

Flott húfa!!!

Ég fylgist alltaf með blogginu þínu en er alls ekki nægilega dugleg við að láta vita af mér :s

Væri gaman að fá uppskriftina af húfunni :)

Kv, Elísabet (elikjarr@gmail.com)

Sunna Dögg sagði...

Svakaflott húfa og flott blogg!

Ég væri alveg til í að prófa þessa sætu húfu, ef ég mætti fá uppskriftina :)

Kv. Sunna
(sunnatho@gmail.com)

Nafnlaus sagði...

Ég væri alveg til í að fá uppskriftina af þessari húfu ef það er í boði :) Mátt senda á katajul@hotmail.com. Kærar þakkir.