Pages

þriðjudagur, desember 13, 2011

Skírn

Við skírðum laugardaginn fyrir fyrsta í aðventu.
Nafnið sem fyrir valinu varð er Heimir. Nú eigum við fallegan Högna og fallegan Heimi.

Ég er rík kona (stelpa)
Fyrir 10 árum heklaði ég þennan skírnarkjól þegar Ína átti von á Örnu. Síðan þá höfum við systur skírt börnin okkar í þessum kjól. Mér þykir voðalega vænt um það.

Skírnaveislan var einföld og falleg heimaskírn. Bara nánasta fjölskylda mætti og Sr. Jón Dalbú sá um athöfnina. Mjög notalegt.

Ég gerð nákvæmlega ekkert fyrir athöfnina nema panta mat. Fiskisúpa frá Fylgifiskum og kaka frá Namm á Facebook. Hún var blá og falleg.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið ofsalega er þetta fallegur skírnarkjóll og gaman að starta svona hefð eins og að þið systurnar látið skíra í svona fjölskyldudjásni :)
Til hamingju með litla drenginn og nafnið hans.

Takk fyrir skemmtilegt blogg,
kveðja Ásrún Ósk

Elín sagði...

Fallegar myndir.
Til hamingju með nafnið á litla c",)

Marín sagði...

Takk Ásrún og Elín Ella :)