Pages

miðvikudagur, desember 21, 2011

kanilsnúðar á aðventunni

Ég er búin að vera afar myndó á aðventunni við ýmiss húsmæðraverk en ekki jafn iðin við að pósta því hér inn. Í gær henti ég í kanilsnúða sem er alveg nauðsynlegt fyrir jólin. Það sem gerir snúðana mína góða (eða það sem mér finnst gera snúðana mína góða) er að ég bæti við marsipan við kanillsykurinn. Ummm love it.

En svo kemur að því að skera snúðana og þá lendir maður í þessu hér:

Ekki mjög snúðalegt og fallegt. En það er til ráð við þessu sem er svo einfalt að það er næstum of einfalt. Með því að skera deigið með tvinna verða þeir miklu, miklu fallegri.

Snúðarnir koma úr sama degi, en mér finnst þessir fallegu bragðast örlítið betur. Svo skemmir ekki fyrir að bræða smá súkkulaði ofan á þá eða vefja þá upp á móti hvor öðrum og gera hjörtu eins og sést hér

Yummý!

Engin ummæli: