Ég lagði þó í að gera dagatal handa Högna í ár. Það var gert svolítið á síðasta snúningi eða 2. des og gripið það sem til var á heimilinu, það er því smá "takí" sem er bara sætt þegar maður er tveggja að verða þriggja.
Hvítmálaðar birkigreinar og litlir heimaútbúnir pakkar (sjá hvernig þeir eru gerðir hér að neðan). Pappírinn fékk ég í Tiger á lítið, sem er ekki verra.
Það er mikill spenningur að opna pakkann á hverjum degi og smá erfitt að skilja að maður má bara opna einn pakka í einu. Ég ákvað að hafa ekki númeraða pakka, það má bara velja sér þann pakka sem maður vill hverju sinni. Stundum eru súkkulaði rúsínur, stundum hlaupbangsar...
...í þetta sinn var "apanammi" eða þurrkaðir ávextir. Allt jafn töff að mati hr. Högna.
DIY jóladagtal
Í fyrra fylgdist ég með jóladagatali Eyrúnar á Fimmtudagsföndrinu, en hún er því miður hætt að blogga. Allavega í langri pásu. Og þá sá ég þessa kassa sem mér fannst svo sætir.
Hún kenndir hér hvernig hægt er að brjóta þá saman, en það er einn hluti sem vafðist fyrir mér og ég ætla því að athuga hvort að ég geti gert þetta skiljanlegra. Það má allavega reyna það.
Til að byrja með þarf 8 ferhyrninga, ég notaði 10x10 cm.
Þá er að byrja að brjóta blaðið til helminga.
Þá næst er önnur hliðin brotin til helminga, svona!
Þá er blaðið brotið þvert til helminga (mikið um helminga enn sem komið er)
Þá er hægra neðra hornið brotið til miðju
og vinstri hliðin brotin horn í horn (sjá punktalínu) þessi hluti þvældist fyrir mér.
Þá lítur blaðið svona út.
þá er hornið sem stendur út í loftið brotið undir botninn og fyrsta hornið í kassanum er tilbúið
og það lítur svona út. Þá er að brjóta hin 7 hornin út.
Þá þarf að flétta hornunum saman. Athugi að ef botnin er ekki fléttaður saman (þe hornunum ofið saman) þá verður kassinn mjög laus í sér. Þetta tekur smá þolinmæði til að byrja með en eftir 24 kassa verður þetta lítið mál.
Og kassinn er tilbúin með loki. Líka hægt að nota til að pakka inn litla fallega gjöf.
1 ummæli:
En dásamlega sniðugt og flott, ætla að "stela" þessari hugmynd frá þér næstu jól :)
Syni þínum finnst þetta greinilega ótrúlega spennandi, eftirvæntingin alveg áþreifanleg þarna :)
kv
Sigurlaug
Skrifa ummæli