Þegar Högni fæddist prjónaði ég nokkrar ungbarnapeysur. Ég hef nokkrum sinnum sagt frá því og engin þeirra var nógu góð. Það var ekki fyrr en ég var gengin framyfir að rétta peysan lét sjá sig. Hún var prjónuð úr fínugerðu silki og það var svo mikið á keflinu að ég prjónaði djöflahúfu, vettlinga trefil og átti afgang... ohh hvað ég var ánægð.
Svo þegar Lilli litli fæddist þá átti að endurtaka leikinn. Sama garn var keypt en auðvita varð peysan að vera önnur. En stefnt var á að endurtaka leikinn og hafa húfu, vettlinga og trefil í stíl. Uppskriftina fann ég í safni Saumklúbbsins en peysan heitir þar "Ofur lítil ungbarnapeysa".
Það var heldur meira garn sem fór í þessa peysu og því var ekkert eftir til að prjóna aukahlutina og þvílíkt svekkjelsi. Seinni peysan var líka ögn stærri en sú fyrr og getur Lilli litli því enn notað hana, þrátt fyrir að vera orðinn full sex vikna. Málið er bara ég er ekki eins hrifin af seinni peysunni og fylgihlutirnir voru prjónaðir (líka úr silki) en allt annar litur og þetta passar ekki jafn vel saman. Hálf svekkjandi allt saman.
En hér eru þeir bræður saman. Báðir á leið heim af spítalanum. Annar allur í stíl, enda fyrsta barn, hitt ekki alveg jafn mikið í stíl en alveg jafn sætur.
2 ummæli:
Ohh, svo yndislega fallegir strákarnir þínir. Já, og peysurnar líka :-) Ég verð að fara að fá að sjá ykkur bráðum...
Í stíl eða ekki stíl.... skiptir engu máli á svona bjútí.
AnnaLú
Skrifa ummæli