Jæja þá er komið að því. Það er ekki eins og það séu ekki teknar myndir af litla manninum. Þær eru kannski ögn færri en af stóra bróður hans á sínum tíma, en það er alveg smellt af honum. Tíminn til að grúska í þeim er bara svo miklu minni.
Og handavinnutíminn er sama sem enginn. En þar sem hann lét bíða eftir sér í 15 daga þá hafði ég smá tíma til að fitja upp á hinu og þessu.
Þegar bróðir hans kom í heiminn. Þá prjónaði ég eitthvað um 5 heimferðadress á hann og ekkert var nógu gott, nema það allra síðasta. Það sama var upp á teningnum núna, en ég var samt aldrei 100% ánægð með neitt. Þetta þurfti að vera svo SVAKALEGA flott :)
En ég prjónaði fína djöfla húfu á snúðinn og sokka í stíl úr silki. Í dag sé ég eftir að hafa ekki prjónað peysu úr þessu sama garni, því liturinn er mjög fallegur og svo er þetta svo mjúkt.
Húfan er prjónuð í hring og því ekki klassíska garðaprjóns-djöflahúfan. Uppskriftina fékk ég einhvertíman í Nálinni þegar hún var á Laugarveginum. Uppskrift af sokkunum er að finna í bókinni Sokkaprjón sem ég skrifaði um hér.
3 ummæli:
Sætilíus í flottum prjónafötum!
Þarf að fara að kíkja á litla manninn fljótlega aftur.
Kveðja,
annalú
Hann er yndislegur í þessu dressi!
Ína.
hann er auðvita sjúklega sætur, hvort sem hann er í fötum eða ekki! :)
Skrifa ummæli