Í dag eru tvær vikur frá því að Lilli litli kom í heiminn og ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Á hverjum degi velti ég fyrir mér hvort hann sé orðinn of stór fyrir "ný fæddu" myndirnar sem ég á eftir að taka.
Eins þarf ég að vera dugleg að taka myndir af honum í hinu og þessum múnderingum sem ég prjónaði á hann áður enn hann fæddist. Ekki næstum eins gaman að taka myndir af flíkum sem enginn er í. Sammála?
En þangað til ég fer í dúkkuleik og klæði hann upp í hin og þessi dressin fá þessar tásur að prýða fyrsta póstinn.
Njótið, ég vissulega geri það!
3 ummæli:
Almáttugur, krúttheitin eru alveg í yfirdrifinu þarna!
Njóttu þessa tíma, hann er alveg yndislegur og það sem gefur lífinu gildi :)
kveðja,
Sigurlaug
Innilega til hamingju með litla prinsinn, svo sannarlega dásamlegur. Hlakka til að sjá myndir af honum í pjónaverkum móðurinnar myndarlegu.
Æðislegar tásumyndirnar :)
takk takk!
Já þessar tær eru næstum ætar þær eru svo sætar.
Ótrúlegt að þær verða svo að sveittum unglingsstráka tám og síðar loðnar karla tær...
...úff njótta þess á meðan þær eru svona sætar!
Skrifa ummæli