Í byrjun október setti ég nokkur blogg á "auto-pilot" svona til vonar og vara þar sem ég átti von á litla stráknum mínum þann 3. okt. Vildi samt ekki að allt dytti hérna niður rétt á meðan ég væri að horfa á hann fyrstu dagana. En svo leið og beið og dagarnir liðu einn af örðum. Þeir enduðu á því að vera 15 dagar sem liðu og pilturinn ákvað að koma ekki í heiminn fyrr en 2 tímum fyrir gangsetningu á Landspítalanum.
Hann er alveg guðdómlega fallegur og vel heppnaður. Eitt af því flottasta sem mér hefur tekist að búa til í þessu lífi. Hitt eintakið sem heppnaðist svona vel var bróðir hans. En þetta er auðvita samstarfs verkefni svo ég get ekki alveg eignað mér heiðurinn ein.
Hérna er hann 4 daga gamall í Cocoon sem ég prjónaði eitt kvöldið þegar ég var að bíða eftir honum. Það fóru tvær dokkur af Navia Passion og sennilega tveir tímar að prjóna þennan einfalda en sæta og hlýja "sokk". Uppskriftina fann ég frítt á Ravelry en þar heitir hún Button-Up Baby Wrap eftir Kimberly Wood.
3 ummæli:
Guð hvað mar er sætur.
Innilega til hamingju með nýja erfingjann c",)
Ofsalega er þetta fínn strákur, finnst einmitt svo kósí alltaf svona cocoons - virðist fara svo vel um krílin í þessu :)
Til hamingju með drenginn
kv.
Sigurlaug
Innilega til hamingju með pjakkinn! Ótrúlega sætur :)
Skrifa ummæli