sunnudagur, október 09, 2011
Litað garn
Það er svo spennandi að lita garn. Mér finnst fátt meira töff en heimalitað garn en samt geri ég allt of lítið af því. Sennilega er það vegna þess að ég veit aldrei hvernig litaútkoman verður og því hef ég ekki verkefni í huga áður en ég byrja. Byrja kannski á vitlausum enda?
Mamma og pabbi fóru vestur í haust og tíndu ótrúlegt magn af berjum. Mamma saftaði tvisvar úr krækiberjunum, ummm dýrindis safi sem kom úr þeim fullur af orku og vítamínum úr íslenskir náttúru, er hægt að biðja um það betra? Held ekki. Hún gaf mér svo hratið til að nota í litun. Ég slefaði alveg yfir litnum á tuskunni sem hún notaði til að þrífa eftir saftið, en fallega fjólublár! vá!
Ég ákvað svo að skella berjunum sem við Högni tíndum með Önnu og Andra um daginn við hratið frá mömmu.
Garnið sem ég ákvað að nota er garn sem ég fékk eftir að fallega Amma Ína féll frá. Bleiki liturinn er ekki mikið notaður á þessu stráka heimili og svo átti ég auka tvær dokkur í hvítum lit svo ég ákvað að prufa þetta saman.
Þá var það bara að byrja. Ég skellti hratinu í pott, mamma var búin að frysta það svo að ég bætti smá vatni við hratið svo í byrjun.
Svo tók ég indverska töfrasprotann og tók nettan Dexter á þetta. Hakkaði berin sem við Högni tíndum alveg í spað.
Svo var byrjað að kreista safna úr hratinu og berjunum. Það tók enga stund svo sem, berin voru mjög safarík.
Ég ákvað að skella líter af vatni út í safan svo að ég fengi nóg saft til að vinna með. Á þessum tímapunkti var ég mikið að pæla að búa bara til berjasaft, það er svo gott að staupa sig á morgnana með einu staupi af krækiberjasafti. En nei ég ákvað að halda áfram. Skellti slurk af ediki og salti úti og þá var ekki aftur snúið.
Ég nennti ekki að vinda dokkurnar upp á nýtt heldur skellti þeim bara heilum ofan í, liturinn var svo sterkur og fallegur. Lét þetta malla við vægan hita í um klukkustund.
Þá var bara að skola og skola vel úr köldu vatni.
Afraksturinn fallega fjólublátt garn, sem ég held að gæti verið fallegt með skær grænu eða? Eru þið með hugmyndir? Það er smá lita munur á garninu ég held að þetta ljósara hafi verið bleikt og dekkra hafi verið hvíta garnið. Ég er mjög ánægð með útkomuna og hlakka mikið til að prjóna eitthvað fallegt á þá bræður :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
þetta er algjör snilld, Þarf að sýna mömmu þetta, hún er meira fyrir fjólublátt en ég og hefur örugglega átt mörg kíló af hrati eftir saftgerðina í haust, sem hefði betur farið í að lita svona fallegt garn en í ruslið.
Algjör snilld
Fallegt og skemmtilegt blogg :)
Ég bætti þér á blogglistann á síðunni minni, sé að þú hefur gert það sama við mína síðu, takk fyrir það!
Bjútífúl... sé þetta fyrir mér með grænu eða brúnu eða drapplituðu....
eða einhverju meira crazy eins og karrýgulu eða túrkís.
Lú
Er búin að fjárfesta í túrkísbláu og skær grænu. Sjáum til hvort ekki verður eitthvað fallegt til úr þessu :) drapplitað var eitthvað sem ég var ekki búin að pæla í.... sjáum hvað verður þegar sá yngri lætur loks sjá sig...
Þetta er mjög flott og eitthvað svo hrikalega myndarlegt!
Ína.
Ína þú verður að endurvekja hippan í þér. Þetta gengur ekki!
Skrifa ummæli