Pages

sunnudagur, ágúst 14, 2011

Barnateppi og ömmu ferningar úr afgöngum

Eftir að hafa heklað ógrynnin öll af kanínum og nokkra bangsa í gegnum tíðina átti ég heil ósköp af bómullargarns-afgöngum sem ég tímdi ekki að henda (af því að maður hendir ekki garni).


Fyrir ca tveimur árum byrjaði ég að hekla dúllur úr þessum afgöngum í anda Ömmu Ínu. Það er allt fallegt sem Amma Ína gerði og því var ég ekkert að velta fyrir mér hvað ég væri að gera, ein dúllan á fætur annarri varð til og í öllum regnboganslitum, þetta var gert í hjáverkum en ég hélt að ég kláraði eitt barna teppi á ögn styttri tíma en tveimur árum. Þar sem ég er með ólæknandi skrautfíkn þá bæti við smá glimmerþræði í hverja dúllu með því að hekla fastalykkju ramma í hverja dúllu, þó á mismunandi stað. Bara svona til að poppa þetta smá upp.

Það eru ófá börnin sem hafa átt að fá teppið í sængurgjöf, en þau eru nú flest komin á fermingaraldur... eða svona næstum því. Það var því ekki seinna vænna en að skvera teppið af og klára áður en að mitt kríli númer tvö kemur í heiminn. Sjö vikur til stefnu og ég get merkt við kassann á "to-do-listanum mínum" Eitt nýtt handunnið teppi fyrir krílið.


Ég nenni ómöguleg að pikka inn uppskriftina fyrir ömmu ferninga en það eru hægt er að sjá uppskrift af þeim á íslensku hjá einni sem kallar sig Handóð og svo er urmull af uppskriftum á ensku Granny squares. Það eina sem ég gerið sem er ólíkt flest öðrum uppskriftum er að ég gerði með skrautþráði einn hring og þá bara fastalykkjur, gerir teppið ögn poppaðra, en ekki eins mjúkt. Eins festi ég dúllurnar saman með loftlykjum eins og Amma Ína gerði en ekki með fastapinnum eins og flestar uppskriftir sýna. Fínt fyrir vagninn.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er geðveikt flott teppi og frábærir litir.... Ína.

Elín sagði...

Ég rak einmitt strax augun í það hvernig þú heklaðir þá saman. Mjög svo töff. Man ekki eftir að hafa séð þetta áður.
Geggjaður þessi blái litur.

Og takk fyrir að linka á bloggið mitt c",)

arndis sagði...

Yndislegt teppi og til haminju með komandi kríli. Veistu kynið?

Nafnlaus sagði...

En hvað þetta er fallegt teppi, ofsalega fallegir litir :)
Alltaf gaman að rekast hérna inn
kveðja
Sigurlaug (ókunnug)

Marín sagði...

Vá en gaman að fá svona mörg skemmtileg komment :) takk takk

Arndís, það er annar starákur.

Elín ekki málið að linka. Alltaf gott að benda áfram á það sem vel er gert.

og Sigurlaug vertu velkomin takk fyrir kommentið.

Bláa garnið keypti ég fyrir þó nokkru í Krónunni (af öllum stöðum). Kostaði ekki mikið sem er alltaf skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

Litríkt og skemmtilegt teppi! Lífgar upp á komandi haust.

AnnaLú

Nafnlaus sagði...

Veisla fyrir augað! Litla krílið heppið að geta skreytt sig með því :=)

E.

Kristrún Helga(Dúdda) sagði...

En fallegt hjá þér! :-)