Pages

sunnudagur, júlí 03, 2011

Víkingahúfa

Við fórum á víkingahátíð í Hafnafirði um daginn. Högni var yfir sig hrifinn af víkingunum og kallaði hátt og snjallt "Óðinn, Óðinn!" og "Víkingarnir slást!"


Hann var svolítið hræddur við þá, en samt voru víkingarnir meira spennandi. Svo ótinn var láttinn víkja. Enda fékk hann að halda á hníf! hversu töff er það?

Á einu trítli um miðbæinn þar sem ekki er þverfótað fyrir túristaverslunum sáum við plast sverð og hjálm og mamman bara varð. Enda varð drengurinn himinlifandi glaður. Þetta dót hefur fylgt honum hvert skref, jafnvel í bólið. Hann kallar hátt og snjalt "Óðinn" og svo á hann það til að detta í gólfið (mamman vill meina að hann detti, hann sjálfur segist deyja, sem mér finnst ekki alveg nógu gott).
Afi Þór fór svo með honum í stuttan göngutúr um Garðabæ þegar það var miðsumarhátíð og Högni sló að sjálfsögðu í gegn. Enda kann hann víkinga taktana.

Svo mátti ég til með að prjóna víkingahúfu á karlinn. Hérna er uppskriftin Víkingahúfa, ég veit ekki hvort hún sé 100% þar sem enginn hefur lesið hana yfir en hún er einföld. Allar ábendingar eru vel þegnar á marinthors@gmail.com og ekki er verra að fá sendar myndir ef þið ákveðið að skella í eina húfu fyrir lítinn víking.

1 ummæli:

Anna Lú sagði...

Krútt víkingur!