Pages

miðvikudagur, júní 15, 2011

Tölur


Það er ótrúlegt hvað tölur kosta mikið. Stundum finnst mér eins og ég sé að borga jafn mikið fyrir tölur og garnið í peysuna. Og svo eru þær ekki alltaf mjög fallegar.


Ég prjónaði eina ungabarnspeysu um Hvítasunnuna og það eru 8 tölur sem fara á hana en ég hef bara ekki fundið neitt nógu fallegt. Skvísurnar í vinnunni mæla með því að maður leiri sér bara tölur, æi mér finnst það eitthvða óspennandi, en samt er ég alvarlega að gæla við það. Tölurnar verða þá allavega alveg eins og ég vil hafa þær.







En hvar kaupi þið ykkar tölur? Pantið þið þær af netinu og þá hvar?

3 ummæli:

Unnur sagði...

Ég hef bara ekki keypt tölur síðan ég man eftir mér, er það ekki í vogue eða eitthvað svoleiðis...

Nafnlaus sagði...

Ég hef stundum keypt barnatölur á Facebook. Kv.María

Marín sagði...

tölur á facebook... hljómar spennandi! Hvar þá?