Pages

þriðjudagur, janúar 11, 2011

Afmælið hans Högna

Það kom loks að því, afmæli hjá stóra stráknum rann upp. Í tilefni þess var haldin veisla og mamman föndraði eitt og annað. Til dæmis þessa ísskál, en ég fékk hugmyndina hér


Þar sem drengurinn er mjög svo hrifinn af kóngulóm voru gerðar tvær týpur. Þessar hér vakti smá óhug hjá nokkrum. Það eru sem sagt ekki allir til í að borða svartan mat!

Svo voru örfáar svona, kóngulær. Afgangur af afmæliskökudeginu sett í form og nokkrar kóngulær skreyttu borðið. Alltaf klassískt!

Draugarnir sem urðu vinsælir í fyrra. Dísætt og ... já góðir fyrir línurnar!


Og apa kakan, gamaldags og góð. Stóð fyrir sínu. Treysti mér ekki í sykurmassan svona 15 mín fyrir afmæli. Það verður næst! ...eða þarnæst!

Afmælið gekk svakalega vel, enda þekkjum við mjög skemmtilegt fólk. Allir voru svo glaðir og ekki síst afmælis strákurinn, sem reif sig fljótt úr afmælisfötunum og klæddist Spiderman (eða kókulóa-Gallinn) búnign sem hann fékk í afmælisgjöf frá Ömmu Guðrúnu og afa Þór. Drengur neitar að fara úr "kókulóa"-skónum og fær því að sofna í þeim. Það eru svo sveittar-barna-táfýlu tær sem fá að viðrast rétt yfir blánóttina!

ps. og svo bendi ég auðvita á Facebook - Fan síðu z-unnar :)

3 ummæli:

Annalú sagði...

Flott allt saman hjá þér Marín! Ekki að spyrja að því.

Unnur sagði...

Æi hvað ég sakna ykkar. Þetta hefur verið veisla ársins eins og vanalega hjá þér. Kossar og knús frá Svíþjóð

Sigga sagði...

jii þú ert svo myndaleg að það er alveg DÁSAMLEGT. dáist af dugnaðnum í þér vonandi verður maður eitthvað svona í áttina þegar maður kemur með kríli sjálfur