Pages

þriðjudagur, desember 14, 2010

Dýrðarinnar dásemd

Gestabloggari hjá Z-unni að þessu sinni er ljúf og góð vinkona. Hún er snillingur í eldhúsinu og gerir hluti sem mér kæmi aldrei til hugar að reyna. Auk þess er hún snillingur með myndavélina. Hérna er hún með gómsætt jólakonfekt. Ljúft fyrir bragðlaukana og gleður auga. Njótið!

***

Þetta súkkulaði fékk ég hjá mágkonu minni sem hefur með ofunákvæmum bragðlaukum þróað uppskriftina í átt að fullkomnun. Berin, kókosflögurnar og kristallað maldonsaltið gerir þetta að jólalegu nammi sem er bæði fljótlegt að gera og hægt að fá krakkana til þess að aðstoða við að blanda saman og skreyta.

Það er auðvitað best að nota aðeins gæðasúkkulaði t.d. Green and Black Organic en ég átti aðeins gamla góða suðusúkkulaðið en það virðist ekki hafa komið að sök, súkkulaðið rann ofan í mannskapinn, fyrst í saumaklúbbnum og svo í vinnunni. Jólalegt og flott.
200 gr hvítt súkkulaði
200 gr dökkt súkkulaði
Hnetur, t.d. möndlur, pistasíur, valhnetur, heslihnetur, kasjúhnetur.
Þurrkuð ber, t.d trönuber eða gojiber

Kókosflögur eftir smekk
1-2 tsk Maldonsalt
Bræðið hvíta súkkulaðið í vatnsbaði og smyrjið á smjörpappír og kælið inni í
ísskáp.

Á meðan bræðið þið dökka súkkulaðið í vatnsbaði og blandið berjunum og gróft
söxuðum hnetum og út í súkkulaðið. Bætið kókosflögunum út í ásamt
maldonsaltinu og blandið vel. Smyrjið dökku súkkulaðiblöndunni yfir hvíta
súkkulaðið sem hefur fengið að harðna inn í ísskáp á meðan. Skreytið með
kókosflögum, berjum og salti. Geymist í kæli en það auðvitað best að borða
þetta sem fyrst í góðra vina hópi.

Njótið vel um jólin. Alúð.

2 ummæli:

Karen Karólínudóttir sagði...

nammmm...

Nafnlaus sagði...

flottar og girnilegar myndir!
Erla