Pages

laugardagur, október 30, 2010

Haustið

Haustin eru svo falleg. Þá verður allt svo fallegt. Ég tala nú ekki um fallegu strákarnir mínir á labbi um Laugardalinn.
Lífið er ljúft






föstudagur, október 29, 2010

slétt, krullað, sítt, stutt, ljóst eða dökt?

Það er ekki hægt að segja að ég hafi verið dugleg upp á síðkastið, en... ég er að vinna í því!


...og svo þó að ég sé ekki að pósta hérna inn þá er ekki þar með sagt að ég sé ekki að hanga á netinu og skoða allt það fallega sem verið er að gera þarna úti í cyber-space.


Ég er líka að fara í gegnum tímabil þar sem hárið á mér er afskalega ljótt, það er svona ekkert! Hlakka ekkert smá til að fara til hans Oddvars í næstu viku og láta hann gera mig gordius!

Svo stundum þegar maður að hanga á netinu þá dettur maður niður á eitthvað svona fallegt. Á síðunni A Beautiful mess má finna svo margt fallegt augnakonfekt.



og það sem meira er, að hún er búin að pósta hvernig maður ber sig að... kannski verð ég bara fín um hárið um helgina?


sunnudagur, október 24, 2010

Föndrað til góðs

Við Eyrún Ellý Valsdóttir fimmtudagsföndrari (www.eyrun.wordpress.com) langar til að smala saman kröftugum föndrurum í samvinnu við Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands.

Markmiðið er að nýta sköpunarkraftinn til að skapa nýjar vörur, fylgihluti og skraut úr gömlum fötum frá Fatsöfnun Ruða krossins. Það má segja að við ætlum að gera nýtt úr gömlu.

Um er að ræða hóp sem hittist ca 1-2 í mánuði á mánudagskvöldum kl. 20:00 (rétt búin að koma krílunum í bælið) í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25. Á staðnum er allt til alls; saumavélar, efni til að föndra úr, skæri, límbyssa... bara nefna það ætti að vera þarna. Einnig verður heitt á könnunni...

Hugmyndin er að framleiða vörur sem hægt væri að selja til styrktar bágstöddum innanlands og erlendis.

Ef þú hefur áhuga á að hittast í saumaklúbbsstemmningu, drekka einn eða tvo kaffibolla og föndra í góðum félagsskap þá endilega láttu okkur vita

Við ætlum að hittast á morgun mánudaginn 25. október kl. 20:00 í Borgartúni 25

... kíktu líka á okkur á Facebook

sunnudagur, október 17, 2010

stuttur kjóll með stuttum fyrirvara

Dúna frænka hans Halldórs hringdi í mig í sumar og spurði hvort ég væri upptekin daginn eftir, hún þurfti smá hjálp að halda. Hún var að fara í brúðkaup og eins og svo oft þegar haldið skal í slíkar veislur reynist fullir fataskápar tómir. Ég skildi vel hvað hún átti við en var nú ekki viss hvort ég gæti hjálpað, því að hún vildi að ég hjálpaði sér að sauma á sig kjól. Ég sem er bara svona la la saumakona.

Hún sagðist sjálf vera la la saumakona og saman gætum við ekki klúðrað þessu! Jæja þá ég var svo sem til í að prófa, hún kom til mín um hádegi, en brúðkaupið byrjaði klukkan fimm, sama dag, svo það var ekki mikið pláss fyrir mistök. Já smá pressa á saumaskapnum í þokkabót.

Það var nú ekkert leiðinlegt að fá Dúnu í heimsókn. Hún kom með litla gullmolann sinn hana Emmu Stefaníu sem brosti sínu breiðasta og hjalaði á gólfinu á meðan við pældum og spegúleruðum. Upp úr pokanum dró Dúna, svartan hlýrabol og bleikt jesse efni, auðvita var ekkert annað í stöðunni en að taka upp saumavélina og skærin og byrja að sauma.

Hér að neðan má sjá afraksturinn, bara nokkuð gott ekki satt?



fimmtudagur, október 14, 2010

Fleirri Prjónaperlur - More of Iceland knits

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Það fer að líða að því að prjónabók no. 2 sem ég tek þátt í fæðist. Ekkert smá gaman að taka þátt í því ævintýri. Ég á 4 uppskriftir í þeirri bók og hefði aldrei trúað því í fyrsta lagi að ég gæti þetta og í öðrulagi hvað þetta er skemmtilegt.

Sætasta fyrirsætan er án efa Högni...
sammála?

krúttaralegt strákavesti sem ég prjónaði ekki


miðvikudagur, október 13, 2010

Ábending - point taken

Stóra systir var að skoða z-una og benti pent á að ég væri ekki alveg nógu passasöm með hvar ég væri að taka myndir. Vandað verður betur til verka í framtíðinni. Sígarettustubbar eru ekki alveg nógu "hómí".

Hún hirti líka steinana þrjá, sem er ágætt, því ef að ég held eftir öllu því sem ég geri þá enda ég með heklaðar klósettsetur og blúndprjónaðar sófasessur.

My older sister was browsing through z-an and pointed out that I was not quite good at finding places for my photos. I will step up my quality. Cigarettes are not very smart.

She also took the three stones, which is good, because if I would keep behind everything I do, I will end up with crocheted toilet and knitted sofa cushions.

sunnudagur, október 10, 2010

Love is in the air

Ína systir kom með alla gríslingana í heimsókn í gær. Það var svo gaman og svo mikil ást í loftinu!














My sister Ína came for a short visit yesterday, with all her kids. It was so much fun and so much love in the air!

miðvikudagur, október 06, 2010

Göngutúr - strolling

Ég fór í göngutúr með Högna hagamús um daginn. Eins og svo oft áður fórum við á Bjarnastígsróló, hann er í miklu uppáhaldi. Endlaust hægt að "lóla" og "lenna" þar. Auðvita var ég með myndavélina með mér, en þar sá ég þessa líka ævintýralegu steina...



...eða næstum því! Jú jú ég vissulega fór með Högna á rólóinn en því miður voru steinarnir þar ekki áður en við komum. Ég smellti nokkrum myndum af þeim og gældi í stutta stund við þá hugsun að skilja þá eftir svo einhver gæti fundið þá og vonandi fundist þeir ævintýralegir. En svo tímdi ég því ekki. Ekki alveg strax, kannski seinna.



Hugmyndin er auðvita ekki alveg mín. Sá þetta fyrir svolitlu á röltinu um netið og svo aftur á systraseiði. Stóðst ekki mátið eftir fjöruferðina og heklað nokkra steina.




-----

I went for a walk with Högni the other day. As so often we went to the small playground near by, Bjarnastígsróló. We really like it we can go to the swing and the slight. Of course I had my camera with me, but I saw this fariytale rocks...


...or not! Yes yes I certainly took Högni to the playground, but the rocks were not their before we came. I did think for a moment to leave them behind so someone could find them and think they were from a fariytale but I didn't. Maybe later.


The idea is of course not just mine. I saw it fist when I was taking a walk in cyberspace and then later at this website. Could not resist making them after our fun trip to the beach and crocheted a few rocks.