Pages

sunnudagur, október 17, 2010

stuttur kjóll með stuttum fyrirvara

Dúna frænka hans Halldórs hringdi í mig í sumar og spurði hvort ég væri upptekin daginn eftir, hún þurfti smá hjálp að halda. Hún var að fara í brúðkaup og eins og svo oft þegar haldið skal í slíkar veislur reynist fullir fataskápar tómir. Ég skildi vel hvað hún átti við en var nú ekki viss hvort ég gæti hjálpað, því að hún vildi að ég hjálpaði sér að sauma á sig kjól. Ég sem er bara svona la la saumakona.

Hún sagðist sjálf vera la la saumakona og saman gætum við ekki klúðrað þessu! Jæja þá ég var svo sem til í að prófa, hún kom til mín um hádegi, en brúðkaupið byrjaði klukkan fimm, sama dag, svo það var ekki mikið pláss fyrir mistök. Já smá pressa á saumaskapnum í þokkabót.

Það var nú ekkert leiðinlegt að fá Dúnu í heimsókn. Hún kom með litla gullmolann sinn hana Emmu Stefaníu sem brosti sínu breiðasta og hjalaði á gólfinu á meðan við pældum og spegúleruðum. Upp úr pokanum dró Dúna, svartan hlýrabol og bleikt jesse efni, auðvita var ekkert annað í stöðunni en að taka upp saumavélina og skærin og byrja að sauma.

Hér að neðan má sjá afraksturinn, bara nokkuð gott ekki satt?1 ummæli:

Unnsa sagði...

SNILD... ekkert smá flott