Pages

sunnudagur, október 24, 2010

Föndrað til góðs

Við Eyrún Ellý Valsdóttir fimmtudagsföndrari (www.eyrun.wordpress.com) langar til að smala saman kröftugum föndrurum í samvinnu við Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands.

Markmiðið er að nýta sköpunarkraftinn til að skapa nýjar vörur, fylgihluti og skraut úr gömlum fötum frá Fatsöfnun Ruða krossins. Það má segja að við ætlum að gera nýtt úr gömlu.

Um er að ræða hóp sem hittist ca 1-2 í mánuði á mánudagskvöldum kl. 20:00 (rétt búin að koma krílunum í bælið) í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25. Á staðnum er allt til alls; saumavélar, efni til að föndra úr, skæri, límbyssa... bara nefna það ætti að vera þarna. Einnig verður heitt á könnunni...

Hugmyndin er að framleiða vörur sem hægt væri að selja til styrktar bágstöddum innanlands og erlendis.

Ef þú hefur áhuga á að hittast í saumaklúbbsstemmningu, drekka einn eða tvo kaffibolla og föndra í góðum félagsskap þá endilega láttu okkur vita

Við ætlum að hittast á morgun mánudaginn 25. október kl. 20:00 í Borgartúni 25

... kíktu líka á okkur á Facebook

Engin ummæli: