Pages

sunnudagur, september 19, 2010

Einu lokið, 500 eftir / One down, 500 to go

Jæja loks kláraði ég eitthvað! Það var ekki auðvelt og ég þurfti næstum að neyða sjálfan mig að setjast niður og festa tölurnar fimm á peysuna, en það hafðist (og tók bara 7 mín.). Þessi peysa er minni en hún sýnist á myndinni, hún er fyrir ca. 3-6 mánaða krútt sem fæddist í síðustu viku.

Þennan nýfædda prins á samstarfskona mín, en í einni kaffipásunni hafði hún af því orð að enginn í kringum hana prjónaði og að henni þætti prjónaðar flíkur svo fallegar. Það er fátt skemmtilegra en að prjóna handa þeim sem finnst prjónavörur fallegar (jafn skemmtilegt og það er leiðinlegt að prjóna fyrir þá sem ekki kunn að meta prjónaflíkur). Svo að ég ákvað að skella í peysu, enda ekki lengi að prjóna svona litlar flíkur.

Uppskriftina er að finna í prjónablaðinu Ýr, en þar er gefið upp annað garn, ég notaði Kampgarn, sömu prjóna en prjónaði uppskriftina fyrir 0-3 mán í lykkjufjölda en 3-6 á lengd. Kom bara ágætlega út. Lendi samt alltaf í smá vandræðum með að klippa, þegar ég nota annað garn en lopa. Lenti líka í þessu þegar ég prjónaði voða sætar peysur fyrir Helgu Maríu og Högna, en þá raknaði kanturinn næstum allur upp. Næst ætla ég að prófa þessa aðferð hér þegar ég opna peysu.

Nýbakaða mamman fékk að velja litina, hún vildi als ekki barnalega, ljósa, pastel og hvíta liti. Þannig að algjör andstæða þessa lita var valin. Í fyrstu var ég ekki viss, mér fannst þetta heldur djarft fyrir svona lítil kríli, en þegar þessu var loks lokið, kom þetta bara helvíti vel út þó ég segi sjálf frá.


---
Well I finally finished something! It was not easy and I almost had to force myself to sit down to put five buttons on the sweater (and it just took 7 minutes). This sweater is smaller than it appears in the picture, it is for ca. 3-6 months baby boy who was born last week.

This newborn prince is a son of a my coworker. She mention one day at coffee break that no one around her knitted and she did like knitted garments. I really like knitting for those who like knitted things (it is as much fun as it is boring to knit for those who do not appreciate knitting garments). So I decided to do the sweater, which dos not take such a long time, it is so small.

The pattern can be found in Ýr knitting magazine, they recommd a diffrent yarn but I, I used Kamp yarn (Kampgarn), I did the recipe for 0-3 month in loop number, but 3-6 in length (if you know what I mean). It came out pretty need. I always end up having a little trouble with the cut, when I use a different yarn than Lopi. It also happened when I knitted the cutest sweaters for Helga Maria and Hogni, but then the ends almost all run (is that a word?). Next I will try this method here when I open my cardigan.

The new mom picked out the colors, she didn't want it to be white and pastel colors. So it turned out to be the total opposite of those colors. At first I was not sure, I thought it was rather bold for such a small kiddo, but when this was finally completed, I rather liked it a lot, hell ye!

3 ummæli:

Anna Lú sagði...

Skemmtilegir litir og lukkubarn sem fær þessa fallegu peysu!

Marín sagði...

já sá myndir á facebook og hann er svakalegt krútt!

Marín sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.