Pages

sunnudagur, september 12, 2010

Haust - Autumn

Það er engin árstíð sem mér líkar meira við en haustið. Það er eitthvað í loftinu sem er svo ljúft. Lyktin er örlítið betri, ferskari.

Mér líkar í raun vel við allar árstíðirnar og finnst þær allar hafa sína kosti, en samt sem áður skarar haustið fram úr. Haustið er tíminn sem allt byrjar aftur upp á nýtt. Miklu frekar en í janúar. Skólaárið byrjar, loforð um frekari hreyfingu, fullvissa um fleiri matarboð við kertaljós, rækta fjölskylduna meira í vetur en gert var í sumar og svo framvegis og svo framvegis.

Í vor fylltist ég eldmóð og rauk út í garð, stakk upp fyrir kartöflugarði og kálgarði naut þess að verða skítug. Mamma segir að maður verði að snerta jörðina allavega einu sinni á ári, frjáls aðferð er leyfð, og eins og svo oft áður, hefur hún rétt fyrir sér. Manni líður sjaldan jafn vel eins og þegar maður hefur verið úti, í útilegu, í garðinu, í beðunum eða nálægt sjónum.

Það var í vor sem ég fékk um 10 stk af útsæði hjá Önnu vinkonu og ca. 6 stk í ísskápnum heima. Kartöflur sem höfðu spírað og fengu að fara í moldina hérna í 101. Nágrannarnir voru misánægðir með framtakið og Steingerður ekkert of bjartsýn en hughreystandi engu að síður. Ég fór svo út í dag og tók upp kartöflurnar og það var bara helvíti flott uppskera svo ég segi sjálf frá. Allir grannarnir fengu kartöflur í poka, þeir jákvæðu og þeir neikvæðu. Mér hljóp kapp í kynn og aldrei að vita nema að það verður plantað helmingi fleiri að ári.

Lífið er ljúft!
---
There is no season I like more than fall. There is something in the air it is so lovely. The scent is slightly better, fresher.
I really like all seasons and feel they all have their advantages, but still the autumn is outstanding . The fall is the time everything starts again, rather than in January. School year starts, the promise of more exercise, more certainty about many candlelight dinner, time with family is more in winter than in summer and so on and so on.

This spring, I was filled with enthusiasm and rushed out into the garden, put up yard for potato and salad and enjoyed being dirty. Mama says you have to touch the earth at least once a year, method used are up to you, and as so often she is right. I rarely feel as good as when I'm outside, camping, gardening, or near the sea.

This spring, I got about 10 pieces of potatoes from my friend Anna and I had ca. 6 pieces from my fridge at home ready to put down. The plan was to have them grow hear in Reykjavík 101. First some of my neighbors had mixed feelings about my gardening and Steingerdur was not too optimistic but reassuring nevertheless. This morning I went out and took a good look on what had grown. Hell yeh, it was good! So now all my neighbors had potatoes in a bag, both the positive once and the negative once. Now I'm unstoppable I just might planted twice as much next year
Life is sweet!

4 ummæli:

Anna sagði...

Yummy!! Ekkert er betra en nýupptekið úr eigin garði.

Karen Karólínudóttir sagði...

mmmmh, elska haustið líka ;-)

Unnur sagði...

Nammi elska nýjar kartöflur...

Unnur sagði...

Nammi elska nýjar kartöflur...