Pages

mánudagur, september 20, 2010

Grótta - Grótta the beach

Það er fátt skemmtilegra en að upplifa nýja hluti með Högna. Um helgina fórum við í fyrsta sinn í fjöruferð, með góðum vinum. Karen vinkona dró sína syni (næstum á hárinu) með sér í fjöruferðina. Þeir voru ekki jafn spenntir og Högni fyrir ferðinni, en ég get nokkurnvegin fullyrt að þeir skemmtu sér ekkert síður en Högni þegar á hólminn var komið.

Högni stóð mestan tímann við sjávarmálið og gargaði á hafið, hann ætlaði sér sko að stjórna þessum öldum sem voru alltaf að narta í tærnar á honum. Ætli það sé ekki ágætt að gera sér strax grein fyrir því að Móðir náttúra lætur illa af stjórn.


There are not many things I like more than experiencing new things with Högni. Over the weekend we went for the first time to the beach, Karen a good friend and her boys came along(well she almost had to drag them by the hair). The boys were not as excited as Högni, but I can truly say that they were really liking it afterwards, just as Högni.
Högni spent most of the time yelling at the sea, I think he wanted to control these waves that were biting his toes a bit. I guess it is good to know immediately that Mother Nature is not easy to control.
3 ummæli:

Anna Lú sagði...

Dásamlegt.
Við Andri kmeð næst. Búin að fjárfesta í stígvélum og ullarsokkum svo okkur er ekkert að vanbúnaði.

Marín sagði...

...já ég mæli alveg með fjöruferð!

Karen sagði...

gaman gaman!