Pages

föstudagur, ágúst 27, 2010

Mig langar svo, mig langar svo...

....í nýja myndavél!
Til að geta tekið svona myndir eins og ég tók í Barselóna 2008







Ef maður kæmist á svona markað einu sinni í viku.

Mig langar í allt á þessum myndum ymmý.

...og nýja myndavél!

ljúfa líf!

fimmtudagur, ágúst 26, 2010

Húsfreyjan


Ég hef ekki verið í miklu blogg stuði undarfarið. Hef dútlað í hinu og þessu en ekki klárað mikið. Það sem ég hef klárað hef ég ekki tekið myndir af, svo það er lítið til að sýna.

Fallega amma mín, var mikil handavinnu kona og ófá listaverkin sem hún skildi eftir sig, hekluð teppi og bútasaumur svo eitthvað sé nefnt. Hún var lengi vel áskrifandi af Húsfreyjunni og þegar það var verið að taka til hjá henni var stafli af gömlum Húsfreyju blöðum sem jafnvel átti að henda. Í fyrstu var ég ekki viss hvort það væri nokkuð vit í að hirða þau. Gömul blöð með mis áhugaverðum greinum um hollustu og betri lífstíl fyrir konur. Elstu blöðin frá 1980. En þegar betur er að gáð eru margir gimsteinarnir í þessum blöðum og það tekur meira en eina kvöldstund að fara í gegnum þetta.


Í blöðunum má finna hvernig hekla skal milliverk fyrir sængurföt. Prjóna uppskriftir, páska og jólaföndur, svo eitthvað sé nefnt.
Einnig er fjöldinn allur af mis girnilegum uppskriftum.


Stundum óska ég þess að ég væri húsfreyja fyrri tíma. Með uppsett hár, svuntu og í hælaskóm. Einhvernvegin er ég alveg viss um að það var meira vit í slúðrinu, sósan betri og börnin þægari... eða einhvernvegin þannig...




----

I have not been in much mood latley to blog. I have not worked seriously on anything lately and not finished much. The things I've completed I didn't take pictures of it, so I have little to show.

My beautiful grandmother, was a very crafty woman and she left so many fine handmade things behind, crochet blankets and quilts to name a few. She was a long time subscriber of Húsfreyjan (e. Housewife) and when it was time to clean out her house their was a pile of old Húsfreyjan that was to be throw away.

At first I was not sure whether it was any sense to on to them. Old issues with articles about health and better lifestyle tips for women. The oldest one since 1980. But after browsing through them I found some gemstones. It turned out, it will take more than one evening to go through them all.

You can find crochet and knitting recipes, Easter and Christmas crafts...

Also there are many delicious (and not so delicious) recipes.

Sometimes I wish that I were a housewife in the old days. With big hair, high heels and an apron. I am quite sure there was more sense in the hear says, the foot was better and the kids cleaner ... or something like that...

mánudagur, ágúst 16, 2010

Gúsidúllu kisa - Cutie Pie Cat

Í júlí síðastliðnum fór ég í afmæli til Helgu Maríu "gúsídúllu" eins og hún kallar réttilega sjálfan sig og mig dauðlangaði að hekla handa henni kisu. Kisu vegna þess að við vorum nýbúin að fara í dýragarðinn Slakka þar sem kisukofinn var þétt setinn og Helga María varð kisu-sjúk. Þar sat hún svo flott og stillt (ólíkt frænda sínum sem var helv. harðhentur) með litla kisu í fanginu og klappaði henni út í eitt.

En tíminn var naumur og ég vissi ekki hvort ég mundi ná að gera kisuna, eins og ég minntist ögn á í færslunni hér. Ég vissi nokkurnvegin hvernig ég vildi að hún liti út, bleik, með bollumaga og gleraugu, alveg eins og "gúsídúllan" sjálf sem átti afmæli.

...og eftir smá yfirlegu varð þetta afraksturinn...

Bleik kisa, með bollu maga og gleraugu sem hægt er að taka af.

...en þá verður kisa svolítið nærsýn

Svo mátti ég til með að taka mynd af þeim saman. Helga er auðvita mun sætari en kisan, en saman eru þær algjört æði og ögn líkar, eða hvað?


"ohhh knúsa kisu" og líka að sýna að kisa er með borða á skottinu og dúllu-blóm á rassinum. Fyrirsætan kann þetta ;)

Ég ákvað að vera sniðug og skrifa uppskriftina niður jafn óðum og ég gerði hana. Hún er ekki beint tilbúin til að henda út á alnetið, en ef einhver er til í að fá hana senda og prófa sig áfram, þá er bara um að gera að láta mig vita og ég reyni að leiðrétta eins vel og hratt og ég get.

----

Last July I went to a birthday party to Helga Maria cutie pie as she rightly calls herself and I wanted to so much to croshey a cat for her. I choose cat because we had gone to the zoo Slakki, and their was a kitty-hut. Helga Maria was their for a good time, very nice and calm with a cat in her arms.

I didn´t have much time for the work, I knew roughly how I wanted it to turn out, pink, big belly, cat with glasses, just like the Cutie-Pie owner to be.

...after some time this was the outcome.

Pink cat with big bell and glasses, that can be taken off.

But when you take the glasses off, the cat cant see much.

I had to take picture of them together. Helga is so much sweeter then the cat but together they are totally awesome and a bit like, or what?

ohhh cuddle the cat and also showing that the cat has a ribbon on the tail and a flower on it but. The model knows how to :)

I did write down the pattern for the Cutie Pie Cat in Icelandic, it is not ready to be cast out in the big world wide but if someone is willing to receive it and experiment with it, full of errors, just mail me I will do my best to correct all errors.

föstudagur, ágúst 13, 2010

Flöt rós / Flat Rose

Ákvað að prófa mig áfram í rósagerðinni og gerði 3 flat-roses, en það er hægt að sjá hvernig það er gert hérna.

Í rósina notaði ég tjull-afganga sem ég átti frá þessu verkefni

Það tók mig smá tíma að átta mig á því hvernig siffonið kæmi út, en ef til vill betra að nota ögn þykkara efni eða vera með ögn meiri þolinmæði.

Hérna er afraksturinn, nokkuð fín næla! Veit ekki alveg í hvað ég ælt að nota hana, en hún kemur sennilega að góðum notum síðar.


I decided to try to do the flat rose, you can see how to here.

The fabric I used was leftovers from this project here.

It took me a while to realize how to work the fabric, but it might help to have a slightly thicker fabric or a bit more patience.

Here is the outcome, small pin! I'm not sure what to use it for, but it probably will be useful later.

miðvikudagur, ágúst 11, 2010

Yoyo blóm


Mamma og pabbi voru bæði 60 ára rétt fyrir verslunarmannahelgi og í tilefni þess var haldin veisla. Eins og svo oft áður þá opna ég fataskápinn og finn ekki neitt. Ástæðurnar geta svo sem verið margar:

1) ég nennti ekki að þvo þvottinn og því ekkert hreint (allt of algengt)
2) allt er svart í fataskápnum og því ómögulegt að finna nokkurn skapaðann hlut þar inni (því miður satt).
3) og mikið notuð afsökun ég hef ekki verslað mér föt í háa herrans tíð (alveg dagsatt!)

Það voru því góð ráð dýr, ég dró fram gamlan en fallegan svartan bol sem ég hef lítið sem ekkert notað. Síðan fann ég efnisafganga af kjól sem hefur sitið hálf kláraður í Hagkaupspoka frá því herrans ári 2007 og ég fór að dunda mér við Yo Yo dúllur sem ég hef áður talað um. Það eru til mörg hundruð DIY myndbönd og færslur um Yo Yo dúllur og hér kemur ein til viðbótar by-yours-truly!



















Til þess að Yo Yó blómið sé fallegt þarf efnið að vera fallegt, ég er mjög hrifin af þessum blágráa efni. Verst að kjóllinn varð aldrei til.




















Svo var að finna skál sem var hæfileg til að búa til sniðið. Ekki er verra að hafa skálina svolítið fallega, það er bara skemmtilegra að vinna með fallega hluti.




















Auðvita fann ég ekki fatakrítina sem ég keypti dýrum dómum um daginn, svo að krítarnar hans Högna voru notaðar í staðin. Einn hringur í kringum skálina og whalla.... tilbúið til að klippa.




















Þá byrjar saumaskapurinn mikli. Brjótið upp á endann á efninu og saumið með litlum sporum allan hringinn.
























Það er víst þannig að því smærra sem sporið eru því minna verður gatið í miðjunni. Ég var ekki nógu ánægð með gatið í miðjunni, fannst það ekki nógu fallegt svo að ég náði í kistillinn minn fína frá því að ég var 14 ára gelgja í Mosó.

























Það er nefnilega smá kostur að vera safnari, ég hef ekki hent perlu úr hálsfesti né teygju sem hefur slitnað síðustu ár. Allt fer í kistillinn. Enda hefur hann oftar en ekki komið að góðum notum.




















Þessar hvítu perlur voru fundnar og fengnar í verkið.

























Eftir að hafa fest perlur í gatið, leit Yo Yo blómið einhvernvegin svona út.




















Að þessu loknu stakk ég nálinni í gegnum blómið og batt hnút, þannig festi ég YoYo blómið á sinn stað.

Þá var komið að því að framleiða nokkur blóm til viðbótar og skella þeim á gamla svarta bolinn sem ég fann inni í skáp.


og þá leit bolurinn einhvernveginn svona út.



















og ég var tilbúin að fá mér ískaldan svona...




















...og brakandi ferskt svona!

















P.s endilega skrifið athugasemd ef þið hafið eitthvað við að bæta!

----

Mom and dad both turned 60 just before the trip to Faro Island and to celebrate it they had a great party. As so often before, I open my closet and could not find anything to were.

The reasons can be many:
1) I do not do laundry to offen (way too common).
2) all I have is black and it is impossible to find anything in their (unfortunately true).
3) is a vary used excuse, I have not gone shopping for way to long time (quite true!).

What could I do? I drew out an old but beautiful black shirt that I have not used to much. Then I found the material leftovers of dress that has not bin finished since I started it in 2007. And I start doing some Yo Yo's (also mentioned here). There are hundreds of DIY videos and posts on Yo Yo, and here is one additional by-your-truly in Icelandic!

After the top was ready, I sure was ready for one Ice cold beer and fresh sushi with great friends.

ps. I love comments

sunnudagur, ágúst 08, 2010

Þegar gesti ber að garð

Við hjónaleysin fengum afar góða gesti í gær. Matarklúbburinn Margrét lét sjá sig í öllu sínu veldi. Alltaf gaman þegar sá hópur kemur saman. Það er að komast á sá vani að eitthvað þema verður fyrir valinu og hafa gestgjafara alltaf glimmerað í gegnum kvöldin.

Við vorum því lengi að velta fyrir okkur hvaða þema við ættum að velja, í huganum fórum við út um allan heim þar sem matargerðin er hvar best, Indland (auðvita) Ítalía, Frakkland, jafnvel Bandaríkin en á endanum enduðum við á því að hafa íslenskt þema.

Það var gaman og mjög auðvelt að finna blóm til að skreyta íbúðina með. Öll þessi blóm fundust hér í 101 svo ég get fullvissað alla þá sem búa á Íslandi að þessi blóm er hægt að finna í 5 mín göngufær frá þínu húsi, málið er bara að opna augun.














Hvönn og Baldursbrá















Baldursbrá alltaf falleg.






















Fíflar í vasa





























Vilt blóm í könnu.

































Barinn, allt tilbúði fyrir Mojito















og matarborðið, tilbúið í slaginn!

-----

When you expects guests


We had very great guest over for dinner yesterday. The dinner-group Margret came in all it's glory. It is always fun when this group comes together. There is always a theme for every party and the hosts have always done such a great job, not an easy task to fallow.

It took us some time to think up a good theme, in our mind we went all over the world were the food is so good. India (of course), Italy France, even USA and eventually we ended up in Iceland.

It was fund and very easy to find flowers to decorate the apartment with. All these flowers were found here in Reykjavík 101, so I can assure all those living in Iceland that these flowers can be found in 5 minutes walking distance from your house, just open your eyes.

miðvikudagur, ágúst 04, 2010

hvar á að byrja?

Ég er í tómu rugli. Fyrst þegar ég ákvað að leggja í að vera með handavinnu blogg var ég viss um að ég gæti ekki haldið því úti lengi. Þe að ég hefði ekki nægar hugmyndir til að setja hérna fram. Því er víst öðruvísi farið, ég framkvæmi nóg, er bara ekki nógu dugleg að taka af því myndir til að setja hérna inn. Það verður vonandi bót á því máli.

Nú er það valkvíðinn sem hrjáir mig. Ætli ég hafi ekki byrjað á þremur eða fjórum verkefnum í gær, rakti þau öll upp og var aldrei ánægð.

Ætli ég taki ekki upp þráðinn á Áttblaðarósapeysunni stefnan var jú að klára hana fyrir 17. júní. Núna er stefnan að klára hana fyrir 17. júní 2011 :)

Best að setja upp andlitið og byrja að prjóna!




















---
I'm a mess. First when I thought about posting a knit/craft-blog I was sure I could not keep it out for long. Now I have enough ideas to put forward, I have plenty of ideas, I´m just not to clever enough to take the photos and post them hear. Hopefully I will handle that matter sooner then later.

Now I have a anxiety to choose what to do. Yesterday I started on three og four projects, tore them all up and was never satisfied.


I just might start again on the Áttblaðarósapeysunni, the plan was to finish it before 17th of June. Now I intend to finish it before 17th of June 2011 :)

Well I need to put on my make up and start knitting!

þriðjudagur, ágúst 03, 2010

Yummý!!!

Það verður eitthvað mega girnilegt sem kemur út úr þessu!!!
Mig klæjar alveg að byrja á þessu...
--
It may be something delicious that comes out of this!
I just cant wait to start working with it...

mánudagur, ágúst 02, 2010

Færeyjar

Var að koma úr frábærri ferð þar sem fjölskyldan eyddi Verslunarmannahelginni í Færeyjum, en þar býr lopinn. Þóra mágkona mín ættleiddi fullt fullt af girnilegum lopa og ég er svo sem ekkert alveg saklaus heldur.

Ferðin var endalaus uppspretta af girnilegum prjónahugmyndum hugmyndum. En mekka færeyskrar hönnunar að okkar mati var Guðrún og Guðrún.

Svo var færeyskt frændfólk heimsótt, góður matur snæddur og mjög vondur líka. Skerpukjötið kom skemmtilega á óvart og lendir í flokk með góðum mat. Sniglarnir lenda aftur á móti með barbí-löppum.

Svo var líka gaman að upplifa það að vera í útlöndum og skilja tungumálið.

Já sem sagt ekki beint föndur blogg að sinni, en nóg er að taka.

Þarf að koma smá skipulagi á þetta hjá mér, kannski að hafa föndurblogg einu sinni í viku eða svo... gæti verið sniðugt? Veit samt ekki hversu hörð ég á að vera við sjálfan mig.

kemur í ljós!
þetta blogg jafnast á við "hvað var í matinn blogg"

-respect
M

-----
Just arrived from the Faroe Islands, where "lopi" lives. Thora my sister-in-law adopted full bag of delicious lopi and I'm not so innocent either. The journey was endless source of jummy ideas, knitting ideas. But the mecca of Faroese design in our opinion was Guðrún and Guðrún.

We visited our Faroese relatives and we had good food and very evil as well. Skerpukjöt was a pleasant surprise but the snails on the other hand tasted like Barby-feet. It was also fun to experience being abroad and understand the language.

Yes it isn't a crafting blog this time. I need to put some structure on this for myself, maybe to post a crafting blog once a week or so ... may be a good idea? But I´m not sure how hard I should be on myself. I do have endless ideas, and few allredy done.

..But this blog can match the "what was for dinner blog"
-Respect M