Pages

miðvikudagur, ágúst 04, 2010

hvar á að byrja?

Ég er í tómu rugli. Fyrst þegar ég ákvað að leggja í að vera með handavinnu blogg var ég viss um að ég gæti ekki haldið því úti lengi. Þe að ég hefði ekki nægar hugmyndir til að setja hérna fram. Því er víst öðruvísi farið, ég framkvæmi nóg, er bara ekki nógu dugleg að taka af því myndir til að setja hérna inn. Það verður vonandi bót á því máli.

Nú er það valkvíðinn sem hrjáir mig. Ætli ég hafi ekki byrjað á þremur eða fjórum verkefnum í gær, rakti þau öll upp og var aldrei ánægð.

Ætli ég taki ekki upp þráðinn á Áttblaðarósapeysunni stefnan var jú að klára hana fyrir 17. júní. Núna er stefnan að klára hana fyrir 17. júní 2011 :)

Best að setja upp andlitið og byrja að prjóna!
---
I'm a mess. First when I thought about posting a knit/craft-blog I was sure I could not keep it out for long. Now I have enough ideas to put forward, I have plenty of ideas, I´m just not to clever enough to take the photos and post them hear. Hopefully I will handle that matter sooner then later.

Now I have a anxiety to choose what to do. Yesterday I started on three og four projects, tore them all up and was never satisfied.


I just might start again on the Áttblaðarósapeysunni, the plan was to finish it before 17th of June. Now I intend to finish it before 17th of June 2011 :)

Well I need to put on my make up and start knitting!

Engin ummæli: