Pages

föstudagur, júlí 18, 2008

Z-an kemur út úr skápnum

Var búin að stofan nýtt blogg sem var sérhæft, en nenni ekki að halda úti mörgum bloggum. Sérstaklega í ljósi þess að ég blogga mjög sjaldan, enda ekki mikill penni, þó ég væri alveg meira en lítið til í það, þe að vera góður penni þá bara er ég það ekki. Þau fáu blogg sem voru settu upp á hinni síðunni eru því komin hér í færsluna fyrir neðan og hinu blogginu verður eytt.

Nema hvað, Z-an ætlar að vinda sín kvæði í kross og gerast einlæg, ef henni dettur það í hug. Hún ætlar að blogga um óléttu eins og enginn sé morgundagurinn og ef til vill gerir hún allt sem henni fannst glatað að aðrir gerðu þegar þeir voru óléttir...

Þá er bara að vona að hún taki sig ekki of alvarlega!

4 ummæli:

Karen sagði...

Velkomin út og hlakka til að fylgjast með....:)

Nafnlaus sagði...

:)
Víst ertu góður penni!
Kvitt
Lísa

Nafnlaus sagði...

:)
Víst ertu góður penni!
Kvitt
Lísa

Nafnlaus sagði...

úúúú nýr lesandi Z-unnar, nú eru þær tvær! :)
z-an