Pages

föstudagur, júlí 25, 2008

spéki spéki

...jæja komið að því að skrifa eitthvað gáfulegt, en er hálf ógáfuleg þessa dagana.

Allt gengur svakalega vel, ég þarf svo lítið að kvarta, er að njóta fríisins í botn en þar sem ég tók bara tvær vikur núna er ég að láta það bögga mig að fríið er núna um það bil hálfnað. Fæ mig því ekki til að gera neitt af því sem ég ætlaði að gera sem var

a) slá garðinn
b) mála gluggana í svefniherberginu
c) mála ofnana
d) þrífa eldhúsinnréttinguna
e) chilla

Ætli ég rölti ekki niður Laugaveginn stoppa í Te og Kaffi og fæ mér Frappó hjá eina kaffiþjóninum sem kann að gera góðan Frappochino. Það er ótrúlegt hvað það virðist vera erfitt fyrir aðra kaffiþjóna að gera góðan Frappochino.

Frappochino er fixið mitt þessa dagana, Cosmó kom mér upp á lagið og nú röltum við niður Laugaveginn og hlössum okkur niður í sætin "okkar" og sötrum Frappó, verð að viðurkenna að þetta er ágætt substitute fyrir rauðvín, bjór og annað áfengt sull!

Jæja best að hætta þessu hangsi og fara að gera eitthvað að viti, ætli þetta blogg hafi ekki hjálpað mér að ákveða hvað ég ætti að gera í dag?!?

Engin ummæli: