Pages

föstudagur, júlí 27, 2007

Tarantino

Ég elska Tarantino, það er mjög einfallt. Mér finnst hann æði. Fyrirgef honum allt og finnst allt kúl sem hann gerir. Hef séð allar myndirnar hans, hef laumu metnað að eignast allar myndirnar hans og á marga geisladiska með músíkinni úr myndunum hans (marga miða við fjölda geisladiska sem ég á þá eru þessir tveir mjög hátt hlutfall). Fór á Grindhause í gær og varð hrifin, nett svon "chick-flick-bad-ass" mynd. Einhverstaðar las ég að þetta væri óður til B-mynda og getur vel staðist.

En Kerlan hefur ekki miklar mætur á bíómyndasmekk mínum, sagði einhvertíman eftir tvær svolítið svakalegar myndir Lilja 4 Ever og frönsku-nauðgunarmyndina (sem ég man ekki hvað heitir) að hún ætlaði aldrei með mér í bíó aftur, held að hún hafi staðið við það hingað til.
Kannski ég leigi eina með Bloom og lokki hana til mín með rauðvínsflösku og ostum? Það getur ekki verið erfitt!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst reyndar ansi erfitt að þurfa að horfa á eitthvert sjóræningjabull til að berja krúttið augum en það verður að hafa það.

Kerla