Pages

fimmtudagur, janúar 30, 2014

Nýtt ár nýjar áskoranir

Nú er komið nýtt ár með nýjar áskoranir. Áskorun fyrir 2013 var að koma bókinn minni út. Í nóvember var hún komin í hillur og ég brosti hringinn.  Ef þú ert ekki búin að kaupa eintak skaltu hlaupa út í búð núna!


En hverjar eiga að vera áskoranir fyrir árið 2014?
Það eru margir duglegir við að pósta öllu því handverki sem þeir hafa gert yfir árið og fá þannig yfirlit yfir það það sem verið er að vinna að. Hljómar smá spennandi.
Það sakar allavega ekki að prufa. Svo hér kemur smá upptalning fyrir janúar.

Í byrjun árs varð náttuglan til, hún er hluti af garn-bana-áskorun hjá þeim stöllum sem skrifa á Hnoðrum og hnyklum. Ég tek þessari áskorun mjög alvarlega og vinn ötulega að því að nota afganga í þessari skemmtilegu áskorun.

Svo var það bleikt eineygt skrímsli
Hanna kolkrabbi varð líka til
Uppskriftirnar af þessum má finna í bókinni minni góðu :)

Svo saumaði ég eina skikkju á stubbinn, þeir stæka hratt þessir gaurar og skikkjurnar þurfa að vera vel síðar. Hún sló í gegn, enda vel síð, með hettu og tölu. Sló margar flugur í einu höggi þar  ...og mamman var sátt við að nota gamla Ikea gardínu í verkið.


Svo rann ein jólasvinahúfa af nálinni í gærnu og bláu handa þeim yngri, hún er heldur lítil en er búin að vera mikið notuð, þar sem sú rauða hvarf þann 6. jan. Sá eldri vildi líka eina og því er ein næstu klár handa honum. Ætli ég verði ekki að lokum að gera þá þriðju svo stubbur fái húfu sem passar á sig. Myndir af þeim koma síðar.

Engin ummæli: