Pages

þriðjudagur, mars 26, 2013

Spottar

Eins og alltaf er í mörg horn að líta. Við hjónaleysin erum að reyna að koma okkur fyrir í herbergi sem hafa verið út undan eftir að við fluttum. Eitt af þessum herbergjum er tölvu/sauma/hoppy herbergið okkar sem í dag er uppfullt af bókum og fullir stampar og pokar af garni. Þegar amma féll frá fékk ég garnið hennar  og sumt hef ég ekkert kíkt á. Um daginn var kominn tími til að sortera og raða og þá fann ég þetta.

Hnykill og garn vafið um pappír... svo ég ákvað að athuga hversu margir og hversu stuttir spottarnir væru.

Spottarnir voru heldur margir sem voru vafðir um pappírinn.  

Og á hnyklinum voru enn fleirri spottar...

...ég ákvað að henda spottunum!

3 ummæli:

Elín sagði...

Afhverju var gamla konan að geyma alla þessa spotta? Var hún að nýta þá seinna meir?

Thuri sagði...

Fallega uppvafið. Bara skraut.

Í gamla daga var engu hent, það var aldrei að vita nema einhverntíman væri not fyrir hlutinn.

Ég er með krukku fyrir spotta sem ég klippi af. Svo ég finni ekki marglita spotta af öllum stærðum og gerðum út um allt hús. Veit ekki hvað ég geri við þá, ætli þeir endi ekki í tunnunni fyrir rest, en það er gaman að sjá alla litina í krukkunni ;).

Hef séð á pinterest einhvern gera skál úr svona spottum. En hvort það sé fallegt er önnur spurning ;-) mínir spottar fara ekki í það held ég nú.

Marín sagði...

Já hún Amma endurnýtti allt. Engin smá þolinmæði við endana. Eitthvað sem ég erfði ekki!