Pages

föstudagur, nóvember 09, 2012

Örlítið föndur

Ég er í bölvuðu veseni með að setja inn myndir allt í einu. Var með þrjár svona step-by-step myndir til að sýna en svo get ég bara sett eina mynd inn. Þannig að hún verður að duga. Málið er að ég er að selja Tupperware sem er ekki frásögu færandi (nema þú viljir halda kynningu þá bara að bjalla blikk blikk), nema að mér var bent á þetta frábæra trix um daginn með Tupperware dósaopnaranum. 

Sko! Opnarinn er alveg frábær, í stað þess að skera niður í lokið og búa til beittar brúnir þá sker hann í kringum dósina. Þetta verðu til þess að maður sker sig ekki á köntunum og jafnvel er hægt að tilla lokinu aftur á dósina. 


En núna er ég að fara í afmæli hjá einum flottasta áttar frænda mínum og í stað þess að opna dósina eins og gert ráð fyrir með flipanum þarna að ofan. Þá að opna dósina með TW dósaopnaranum að neðan. Svo er gjöfinni rúllað upp (á að vera mynd af því) og botninn límdur aftur með límbyssu. Þá er gjöfin tilbúin í loftþéttum umbúðum, eða svona næstum! Og ég hlakka mikið til að spæla afmælisguttann með niðursoðinni dós í stað þess að gefa honum "alvöru" pakka.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var dásamlegt Marín....
Ína

stina sæm sagði...

algjör snilld

kv Stína

Elín sagði...

Sniðugt :)

Guðný Björg sagði...

snilld, ég á einmitt svona opnara og kannski stel þessari hugmynd einhvern daginn :)