Það er fátt betra en að kúra í rökkrinu. Þessa dagana hef ég fullkomna ástæðu til að kúra hjá litla kútnum mínum. Himneskt!
...og þá er fátt betra en að kveikja á nokkrum kertum og allt verður ljúfara.
Þar sem ég á erfitt með að henda hinu og þessu á ég nóg af barnamatskrukkum frá því að frumburðurinn var nærri tannlaus. Ég fann þrjár sem allar voru af sömu stærð og gerð, og þreif límið af þeim með naglalakka hreinsi. Svo fann ég blúndu ofan í skúffu sem ég skellti utan um. Upphaflega ætlaði ég að hekla blúnduna, en tíminn sem ég hef þessa dagana í föndur er ekki of mikill svo að ég lét blúnduna duga. Kertin fást svo í Tiger á lítið sem ekkert! Ódýrt, hómý og fallegt!
6 ummæli:
Mjög fallegt hjá þér.
Hvar fékkstu bandi sem þú notar utan um krukkurnar?
Búin að leyta mikið af svona bandi.
Kv. Anna
Meina auðvitað BANDIÐ
Kv. Anna
...þú ert væntanlega ekki að tala um blúnduna? Hana fékk ég frá Ömmu Ínu, bandið fékk ég í Tiger, uppáhalds búðinni minni :)
takk fyrir, ætla að fara í Tiger.
Skemmtileg síða hjá þér, margt fallegt sem þú ert að gera, margar góðar hugmyndir.
Kv. Anna
Yndisleg hugmynd! Ætla þokkalega að stela henni :)
kk,
Arndís
fallegt!
Annalú
Skrifa ummæli