miðvikudagur, nóvember 23, 2011
Kerti í rökkrinu
sunnudagur, nóvember 20, 2011
Fyrsta tilraun; Kaðlaprjón
Það var ótrúlega auðvelt og skemmtilegt að prjóna kaðla hefði ekki trúað því. Nú verða sko prjónaðir kaðlar hér eftir :)
þriðjudagur, nóvember 15, 2011
...svo koma jólin
Það styttist í skírn hjá okkur og nafnaleitin er í hámarki. Spurning hvað verður fyrir valinu? Úff þetta er ekkert smá flókið. Við ætlum að skíra laugardaginn 26. nóv degi á undan fyrsta í aðventu. Ég var að átta mig á því hvað það er í raun stutt í jólin.
Ákvað að kíkja á Pinterest (af því ég fer svo sjaldan þangað inn eða þannig) og fá smá jóla hugmyndir.
Þegar ég var lítil fékk ég aldrei súkkulaði dagatal (og það var fátt sem ég þráði meira en það, þá) heldur föndraði mamma dagatal og við fengum svo litlar gjafir. Ég held meira að segja að við höfum stundum skipt dögunum á milli okkar, við systkinin, en við vorum þrjú. Ég var eitthvað að barma mér með þetta og Halldór fannst ég nú ekki hafa átt erfiða æsku. Hann þurfti að "þola" það mun verr, hann vill meina að stundum hafi hann bara fengið dagatal með Jesú-myndum. Ég verð að segja að ég er ekki beint að kaup það, allavega ekki miða við hvernig tengdó dekrar við mína syni.
Nema hvað, ég mun pína mín börn líkt og mamma píndi mig og systkini mín og föndra dagatal.
Pinterest gaf mér þessar hugmyndir:
Ef maður hefur nógan tíma væri ekki leiðinlegt að prjóna 24 vettlinga
Nú er komið notagildi fyrir alla sokkana sem koma einir út úr þvottavélinni.
Einfalt og fallegt
Ákvað að kíkja á Pinterest (af því ég fer svo sjaldan þangað inn eða þannig) og fá smá jóla hugmyndir.
Þegar ég var lítil fékk ég aldrei súkkulaði dagatal (og það var fátt sem ég þráði meira en það, þá) heldur föndraði mamma dagatal og við fengum svo litlar gjafir. Ég held meira að segja að við höfum stundum skipt dögunum á milli okkar, við systkinin, en við vorum þrjú. Ég var eitthvað að barma mér með þetta og Halldór fannst ég nú ekki hafa átt erfiða æsku. Hann þurfti að "þola" það mun verr, hann vill meina að stundum hafi hann bara fengið dagatal með Jesú-myndum. Ég verð að segja að ég er ekki beint að kaup það, allavega ekki miða við hvernig tengdó dekrar við mína syni.
Nema hvað, ég mun pína mín börn líkt og mamma píndi mig og systkini mín og föndra dagatal.
Pinterest gaf mér þessar hugmyndir:
Source: grosgrainfabulous.blogspot.com via Marín on Pinterest
Source: xtremeteamduty.blogspot.com via Marín on Pinterest
Dagatal úr tómum klósettrúllum. Einfalt og sniðugt.
Source: familyfun.go.com via Marín on Pinterest
Nú er komið notagildi fyrir alla sokkana sem koma einir út úr þvottavélinni.
Source: flickr.com via Marín on Pinterest
Mjög sætt!
Source: flickr.com via Marín on Pinterest
Einfalt og fallegt
Source: myhouseofgiggles.blogspot.com via Marín on Pinterest
Fyrir föndurlýsnar
Source: tumblr.com via Marín on Pinterest
Ótrúlega einfalt og fallegt
Source: athome.kimvallee.com via Marín on Pinterest
Önnur sokkaútgáfa
Source: tipjunkie.com via Marín on Pinterest
Fyrir saumakonurnar
mánudagur, nóvember 14, 2011
Húfutetur og sokkaleistar
Og handavinnutíminn er sama sem enginn. En þar sem hann lét bíða eftir sér í 15 daga þá hafði ég smá tíma til að fitja upp á hinu og þessu.
Þegar bróðir hans kom í heiminn. Þá prjónaði ég eitthvað um 5 heimferðadress á hann og ekkert var nógu gott, nema það allra síðasta. Það sama var upp á teningnum núna, en ég var samt aldrei 100% ánægð með neitt. Þetta þurfti að vera svo SVAKALEGA flott :)
En ég prjónaði fína djöfla húfu á snúðinn og sokka í stíl úr silki. Í dag sé ég eftir að hafa ekki prjónað peysu úr þessu sama garni, því liturinn er mjög fallegur og svo er þetta svo mjúkt.
Húfan er prjónuð í hring og því ekki klassíska garðaprjóns-djöflahúfan. Uppskriftina fékk ég einhvertíman í Nálinni þegar hún var á Laugarveginum. Uppskrift af sokkunum er að finna í bókinni Sokkaprjón sem ég skrifaði um hér.
þriðjudagur, nóvember 01, 2011
tvær vikur

Eins þarf ég að vera dugleg að taka myndir af honum í hinu og þessum múnderingum sem ég prjónaði á hann áður enn hann fæddist. Ekki næstum eins gaman að taka myndir af flíkum sem enginn er í. Sammála?
En þangað til ég fer í dúkkuleik og klæði hann upp í hin og þessi dressin fá þessar tásur að prýða fyrsta póstinn.
Njótið, ég vissulega geri það!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)