Pages

miðvikudagur, júlí 20, 2011

Matjurtirnar sumarið 2011

Í fyrra sumar tók ég mig til og stakk upp beðin hérna í bakgarðinum og púlaði við það að reita arfa og sá fyrir káli. Ég fílaði það vel að vera með matjurtargarð og dreymi um að gera eitthvað slíkt aftur.

Ég var líka með fjölmargar kryddjurtir í eldhúsglugganum sem ofþornuðu þegar ég skrapp í þriggja vikna vinnuferð í vetur og lét þær í umsjón húsbóndans. Þetta sumarið var ég ekki jafn myndaleg. En ég fékk gefist nokkrar tómatplöntur og þær hafa heldur betur gefið af sér.

Við fjölskyldan höfum ekki sest niður saman og borðað kvöldmat í þó nokkur kvöld í röð og því var tilefni til að gera eitthvað gott í kvöld þegar loksins varð af því. Við grilluðum lundir og ég tíndi nokkra rauða tómata af plöntunni góðu.


Ég var einhvernvegin alveg viss á því að tómatarnir yrðu bragðmeiri svona heimaræktaðir, en sú var ekki raunin. Þeir voru mjög mildir og ljúfir.


Meira að segja einkasonurinn át smá tómat, en vanalega segir stingur hann tómat upp í sig og eftir smá stund heyrist "Oj bara" og tómaturinn kemur á express hraða út og oftast í hendina mína. Það er jú betra að spýta í lofa, ekki satt?

Ljúf sumarmáltíð í sólinni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nammi namm, en girnilegt! Ég þarf að fá mér svona tómatplöntu. Ína.

Nafnlaus sagði...

snilli... ég þarf að búa til svona grænmetisgarð...
kv. Grænmetisbóndinn Valur

Annalu sagði...

Yummi. En það nægir greinilega ekki að eiga plöntuna.... engir tómatar koma á mína plöntu þrátt fyrir að ég fari alveg eftir settum reglum Marínar um vökvun, umpottun og staðsetningu.

Marín sagði...

...þetta er örugglega gölluð planta sem þú fékst Anna!